Borgarey

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Innsta eyjan í Ísafjarðardjúpi, út af Vatnsfjarðarnesi, ásamt 1 km verndarjaðri umhverfis.

Lýsing

Borgarey er fremur há og grösug. Æðardúntekja er stunduð í eyjunni sem og lundaveiði.

Forsendur fyrir vali

Alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð og eitt af tíu stærstu lundavörpum landsins. Einnig er þar töluvert æðarvarp.

Fuglar - Sjófuglabyggðir

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Lundi (Fratercula arctica) Varp
43350
2014
2,0

Ógnir

Hlunnindanýting, minkur frá landi er utanaðkomandi ógn.

Aðgerðir til verndar

Ekki er ástæða til sérstakra aðgerða meðan eyjan er nýtt á þann hátt sem verið hefur.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

6,7 km2
Hlutfall land 6%
Hlutfall sjór 92%
Hlutfall strönd 2%