Furufjörður-Munaðarnes

Svæðið er tilnefnt vegna sela. Það nær að hluta yfir tillögusvæðin Drangajökul og Fossa í Rjúkandi, Hvalá og Eyvindarfjarðará, sem tilnefnd eru vegna jarðminja.

Mörk

Um er að ræða selalátur á strandlengju, eyjum og skerjum frá botni Furufjarðar í norðri að Krossnesfjalli í suðri, auk jaðarsvæðis allt að 1 km til sjávar.

Lýsing

Svæðið nær yfir strandlengjuna frá Ingólfsfirði í suðri og norður að Furufjarðarbotni, ásamt eyjum og skerjum. Áður fyrr var búið þar víða og voru selveiðar meðal hlunninda á svæðinu um aldir, ásamt sjósókn, dúnrækt, eggja- og fuglatöku. Nú er þar einungis frístundabyggð og hlunnindi nýtt í smáum stíl en ferðamennska er í örum vexti. Svæðið er ríkt af fuglalífi og selur kæpir víða meðfram ströndinni og á eyjum. Helstu látur eru í Skjaldabjarnarvík, að Dröngum, í Drangavík, Ófeigsfirði, Eyvindarfirði og Munaðarnesi.

Forsendur fyrir vali

Á svæðinu hafa verið látur með samtals yfir 800 landselum eða allt að 26,5% af landselum norðvesturlands og 13,2% af íslenska landselsstofninum. Stærsti hluti útsela norðvesturlands (allt að 100%) hefur kæpt á svæðinu og allt að 38% af heildarstofninum. Landsel á svæðinu hefur fækkað um 72,3% frá því talningar hófust árið 1980. Að sama skapi hefur útsel fækkað um 57% síðan talningar á þeim hófust árið 1982.

Selir

Nafn Lægsti fjöldi (ár) Hæsti fjöldi (ár) Hæsta hlutfall af Norðvesturland (ár) Hæsta hlutfall af íslenskum stofni (%) (ár) Núverandi hlutfall af íslenskum stofni (ár)
Landselur (Phoca vitulina)
104,0 (2003)
814,0 (1998)
26,5 (1998)
13,2 (1998)
2,6 (2018)
Útselur (Halichoerus grypus)
30,0 (1985)
620,0 (1990)
100,0 (1989)
38,0 (2009)
7,9 (2017)

Ógnir

Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á fækkun sela eru veiðar, beinar veiðar og hjáveiðar, og truflun.

Aðgerðir til verndar

Tryggja þarf selum vernd í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Hornstrandir Friðland

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2020-12-03

Size

116,5 km2
Hlutfall land 1%
Hlutfall sjór 92%
Hlutfall strönd 7%
Hlutfall ferskvatn 1%