Goðdalur

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk

Svæðið liggur upp í hlíðar beggja vegna við Goðdalsá og afmarkast að norðan við lækjargil norðan Parts og nær suður að túnum við gamla bæjarstæðið í Goðdal.

Lýsing

Goðdalur er fremur afskekktur og liggur inn af Bjarnarfirði. Goðdalsá rennur eftir miðjum dalnum og rísa brött fjöll upp af honum. Mýrlent er á flatlendi og aflíðandi hlíðum. Búskapur hefur ekki verið stundaður þar síðan um miðja tuttugustu öld en nokkrir sumarbústaðir eru í dalnum.

Forsendur fyrir vali

Jarðhita er að finna í hlíðum í Goðdals og seytlar heitt vatn um grýttar hlíðarnar og jafnframt á flata upp af Goðdalsánni. Mýrahveravist einkennir jarðhitagróðurinn og en þar sem er þurrara er móahveravist. Þar sem jarðhitinn er vex háplöntutegundin naðurtunga sem einungis þrífst við jarðhita.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
< 0,01
Land
< 0,01
Ferskvatn
n.a.

Ógnir

Dalurinn er afskekktur og ógnir fremur litlar. En líkt og á öðrum jarðhitasvæðum er gróður þeirra viðkvæmur fyrir traðki og ákveðin hætta er á raski vegna nýtingar t.d. til húshitunar og baða.       

Aðgerðir til verndar

Engar sérstakra aðgerða er þörf nema tryggja viðunandi vernd vistgerða.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Stærð

0,2 km2
Hlutfall land 95%
Hlutfall ferskvatn 5%