Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerðar.

Mörk
Lindasvæði norðan undir Hærriöxl á Dynjandisheiði, sunnan megin við þjóðveg.
Lýsing
Dynjandisheiði liggur í allt að 500 m h.y.s., á milli Arnarfjarðar og Barðastrandar. Heiðin er lítt gróin og melavistir mest einkennandi.
Forsendur fyrir vali
Hér er að finna a.m.k. fjórar lindir sem eru einkennandi fyrir lindir sem finna má utan eldvirka svæðisins.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Ferskvatn | < 0,01
|
Ógnir
Vegagerð.
Aðgerðir til verndar
Taka þarf tillit til lindasvæðis þegar nýr vegur er lagður um heiðina. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti 100 m fjarlægð frá þeim.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26
Kortasjá
Hærriöxl í kortasjáStærð
0,0 km2
Hlutfall land 100%