Patreksfjörður-Djúp

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Fuglabjörgin í Blakki, Tálkna, Tóarfjalli og Deild sem eru staðsett á vestanverðum Vestfjarðakjálkanum, ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km til sjávar.

Lýsing

Sæbrattar hamrahlíðar á útnesjum, frá Patreksfirði norður að Ísafjarðardjúpi. Engin nýting er á þessum svæðum nú orðið.

Forsendur fyrir vali

Fjórar af tíu stærstu fýlabyggðum landsins og teljast þær allar alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði.

Fuglar

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Fýll (Fulmarus glacialis) Varp
150394
2014
12,0

Ógnir

Engar þekktar.

Aðgerðir til verndar

Setja almennar umgengnisreglur, þar á meðal notkun skotvopna.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05

Stærð

51,7 km2
Hlutfall land 35%
Hlutfall sjór 62%
Hlutfall strönd 4%