Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Frá Seleyri yfir ósa Hvítár norður undir Hvítárholt, að Ferjuklöpp við Hvítárbrú og austur fyrir Vatnshamravatn og suður fyrir ósa Andakílsár.
Lýsing
Árósar með víðáttumiklum leirum, flæðiengjar og fjölbreytt mýrlendi til landsins. Skólaþorpið Hvanneyri er um miðbikið og eru þar víðáttumikil ræktarlönd. Einnig er landbúnaður stundaður á nærliggjandi jörðum. Svæðið er vinsælt til útivistar og sérstaklega fuglaskoðunar.
Forsendur fyrir vali
Austanverðir ósar Hvítár og ósar Andakílsár eru alþjóðlega mikilvægt svæði fyrir blesgæsir á fartíma og langmikilvægasti einstaki viðkomustaður þeirra hér á landi. Álftir í fjaðrafelli beggja vegna Kistuhöfða. Mikið af vaðfuglum nýtir svæðið frá vori og fram á haust.
Fuglar - Fjörur og grunnsævi
Nafn | Árstími | Fjöldi | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Álft (Cygnus cygnus) | Fellir | 530
|
2016 | 2,0
|
Blesgæs (Anser albifrons flavirostris) | Far | 3500
|
2012 | 16,0
|
Ógnir
Framræsla, breytingar á landnotkun, búfjárbeit, áburðarnotkun og vaxandi uppbygging á Hvanneyri og í nágrenni.
Aðgerðir til verndar
Friðlýst sem búsvæði blesgæsar, fyrst Hvanneyrarjörðin öll árið 2002 en árið 2011 var svæðið stækkað og fékk nafnið Andakíll. Er Ramsarsvæði frá 2013. Í ljósi þess hve blesgæsir nýta mikið af ræktarlandi á Hvanneyri, þarf að gæta vel að breytingum á landnotkun sem gætu haft áhrif á búsvæði gæsanna.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Andakíll | Friðun vistkerfa, vistgerða og tegunda |
Andakill Protected Habitat Area | Ramsarsamningur |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26