Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Heiðalönd milli Hvammsfjarðar og Hrútafjarðar. Í norðri liggja mörkin við Hrútafell, Rjúpnafell og Dagmálabungu og í suðri um Laxárdalsháls, Vatnsfjall og Rjúpnafell.
Lýsing
Á Laxárdalsheiði eru vel gróin heiðalönd og mikið af vötnum og öðru votlendi. Heiðin er fremur flatlend en fell og fjöll rísa nyrst og syðst á svæðinu. Veiði er víða í vötnum, bæði urriði og bleikja, og sauðfé gengur til beitar á heiðinni.
Forsendur fyrir vali
Alþjóðlega mikilvægt varpsvæði álftar og himbrima.
Fuglar - Votlendi og önnur svæði
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Himbrimi (Gavia immer) | Varp | 25
|
2016 | 5,0
|
Álft (Cygnus cygnus) | Varp | 192
|
2012 | 2,0
|
Ógnir
Fremur litlar, nema áform eru um vindorkugarð á Hróðnýjarstöðum sem er skammt frá svæðismörkum og Sólheimum í Laxárdal sem er inni á svæðinu.
Aðgerðir til verndar
Tryggja að búsvæði og farleiðir fugla verði ekki skert.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26
Kortasjá
Laxárdalsheiði í kortasjáStærð
541,6 km2
Hlutfall land 97%
Hlutfall ferskvatn 3%