Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk
Vestan Litlaskarðsfjalls, frá Vítisbotnum að norðan, að Lambavatni að sunnan, um háfjallið að austan, vestur fyrir Silungatjörn.
Lýsing
Klapparásar og holt vaxin birki og mólendisgróðri, mýrlendi, lækir, tjarnir og smávötn í lægðum. Nokkur skógrækt er austan Litlaskarðsfjalls á eyðijörðinni Litla-Skarð en vesturhluti jarðarinnar ber lítil merki mannlegra athafna. Árið 1996 var á jörðinni afmarkað svæði á litlu vatnasviði vestan fjallsins. Þar hefur farið fram vöktun á efnasamsetningu úrkomu og afrennslisvatns, og á lífríki á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnunar o.fl. stofnana. Vöktunin er hluti af samevrópsku verkefni um áhrif aðborinnar loftmengunar. Litla-Skarð er jafnframt eitt svæða í netverki rannsóknastöðva á arktískum svæðum. Sjálfvirk veðurstöð er á svæðinu.
Forsendur fyrir vali
Lítt snortið svæði með fjölbreyttum land- og vatnavistgerðum, þar ber hæst birkiskóg og starungsmýravist. Á svæðinu hefur ekki verið plantað aðfluttum trjátegundum og mýrum hefur ekki verið raskað með framræslu.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Land | 0,44
|
||
Land | 0,25
|
Ógnir
Skógrækt, útbreiðsla alaskalúpínu og annarra framandi tegunda, frístundabyggð.
Aðgerðir til verndar
Ekki brýnar, setja þarf takmarkanir við plöntun framandi trjátegunda, hindra að alaskalúpína breiðist inn á svæðið og draga úr áhrifum sumarhúsabyggðar.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05