Válisti spendýra

Válistaflokkun spendýra er unnin í samræmi við hættuflokka  Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) frá árinu 2017, leiðbeiningar IUCN um válistamat og leiðbeiningar við gerð svæðisbundinna válista.

Tegundum er raðað eftir stafrófsröð íslensks heitis innan hvers flokks og vísindaheiti eru samkvæmt fyrirmælum IUCN.

Nánari útskýringar á flokkun hverrar tegundar er  að finna í umfjöllun um hverja tegund en einnig er hægt að skoða nánari útskýringar um mat spendýra á válista.

Alls er vitað um 52 tegundir land- og sjávarspendýra  í náttúru landsins. Við gerð válista Náttúrufræðistofnunar 2018 var lagt mat á 20 þessara tegunda, hinar voru ekki metnar (NA). Tegund er ekki metin vegna eftirfarandi: (a) ekki er um villta tegund að ræða, tegundin er innflutt og telst ekki til íslenskrar fánu. (b) ef um flökkutegund er að ræða, hvort sem um reglubundnar heimsóknir er að ræða eða fáein tilfelli. (c) tegund er á jaðri útbreiðslusvæðis síns á því svæði sem lagt er mat á og/eða yfirleitt er aðeins um örfáa einstaklinga að ræða.

Vegna fjölda sjávarspendýra var válistinn unninn í samvinnu við sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar, Gísla A. Víkingsson og Söndru M. Granquist.

Á válista íslenskra spendýra er tvær tegundir flokkaðar sem útdauðar á Íslandi (RE), ein tegund er í bráðri hættu (CR), ein í hættu (EN) og tvær tegundir eru í nokkurri hættu (VU). Auk þess eru tvær tegundir sem mögulega gætu lent á válista en gögn vantar til að meta það með vissu, þær tegundir fara því í flokkinn (DD),  gögn vantar. Þrjár tegundir flækinga (NA) eru á heimsválista. Tólf íslenskar tegundir eru ekki í hættu (LC) samkvæmt viðmiðum IUCN.

Tegund útdauð á Íslandi (RE)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Evrópuválisti Heimsválisti
Rostungur Odobenus rosmarus RE*   NA VU
Sandlægja Eschrichtius robustus RE   RE LC

*Rostungur var upphaflega metin á válista (NA) á Íslandi en sem tegund í nokkurri hættu (VU) á Heimsválista. Í desember 2020 var staða rostungs endurmetin sem tegund útdauð á Íslandi (ER) vegna áreiðanlegra gagna um að íslenskur stofn hafi verið hér við landnám en dáið út eftir 1330.

Tegund í bráðri hættu (CR)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Evrópuválisti Heimsválisti
Sléttbakur Eubalaena glacialis CR C1, C2a(i) CR EN

Tegund í hættu (EN)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Evrópuválisti Heimsválisti
Landselur Phoca vitulina EN* A4b LC LC

*Landselur var metinn sem tegund í bráðri hættu (CR) á válista sem var birtur 2018 en hefur verið uppfærður sökum fjölgunar samkvæmt síðustu talningu (2020).

Tegundir í nokkurri hættu (VU)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Evrópuválisti Heimsválisti
Steypireyður Balaenoptera musculus VU D1 EN EN
Útselur Halichoerus grypus VU* A4b LC LC

*Útselur var metin sem tegund í hættu (EN) á válista sem birtur var 2018 en hefur verið uppfærður sökum fjölgunar frá síðustu talningu (2012) og leiðréttingar á áður birtum tölum um fyrstu talningu (1982).

Gögn vantar (DD)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Evrópuválisti Heimsválisti
Andarnefja Hyperoodon ampullatus DD   DD DD
Búrhvalur Physeter macrocephalus DD   VU VU

Tegundir metnar en ekki í hættu (LC)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Evrópuválisti Heimsválisti
Hagamús Apodemus sylvaticus LC   LC LC
Háhyrningur Orcinus orca LC   DD DD
Hnísa Phocoena phocoena LC   VU LC
Hnúfubakur Megaptera novaeangliae LC   LC LC
Hnýðingur Lagenorhynchus albirostris LC   LC LC
Hrefna Balaenoptera acutorostrata LC   LC LC
Húsamús Mus musculus LC   LC LC
Langreyður Balaenoptera physalus LC   NT VU
Leiftur Lagenorhynchus acutus LC   LC LC
Marsvín Globicephala melas LC   DD LC
Melrakki Vulpes lagopus LC   CR LC
Sandreyður Balaenoptera borealis LC   EN EN

Tegundir á heimsválista sem eru flækingar eða innfluttar tegundir á Íslandi (NA)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Evrópuválisti Heimsválisti
Blöðruselur Cystophora cristata NA   NA VU
Hreindýr Rangifer tarandus NA   LC VU
Hvítabjörn Ursus maritimus NA   VU VU

Tegundir ekki metnar (NA)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Evrópuválisti Heimsválisti
Brúnrotta Rattus norvegicus NA   NA LC
Hringanóri Pusa hispida NA   LC LC
Hrímblaka Lasiurus cinereus NA     LC
Húmblaka Nyctalus leisleri NA   LC LC
Kampselur Erignathus barbatus NA   NA LC
Kanína Oryctolagus cuniculus NA   NT NT
Króksnjáldri Mesoplodon densirostris NA   DD DD
Köttur Felis silvestris catus NA   NA NA
Léttir Delphinus delphis NA   NA LC
Ljósfæla Myotis lucifugus NA     LC
Minkur Neovison vison NA   NA LC
Mjaldur Delphinapterus leucas NA   NA LC
Náhvalur Monodon monoceros NA   NA LC
Norðhvalur Balaena mysticetus NA   NA LC
Norðsnjáldri Mesoplodon bidens NA   DD DD
Norðurblaka Myotis septentrionalis NA     LC
Næturblaka Nyctalus noctula NA   LC LC
Rauðrefur Vulpes vulpes NA   LC LC
Rákahöfrungur Stenella coeruleoalba NA   DD LC
Sauðnaut Ovibos moschatus NA   LC LC
Skuggablaka Vespertilio murinus NA   LC LC
Skugganefja Ziphius cavirostris NA   DD LC
Snæhéri Lepus arcticus NA     LC
Stórablaka Eptesicus fuscus NA     LC
Stökkull Tursiops truncatus NA   DD LC
Svartrotta Rattus rattus NA   LC LC
Trítilblaka Pipistrellus nathusii NA   LC LC
Vöðuselur Pagophilus groenlandicus NA   NA LC
Þvottabjörn Procyon lotor NA   NA LC