Frjóalmanak

Frjóalmanak er gott að nota sem viðmið um hvenær blómgun tegundanna hefst og getur það ásamt veðurspám hjálpað þeim sem eru haldnir ofnæmi að spá fyrir um frjómagn. Ef veður er hlýtt og þurrt með svolitlum vindi má búast við háum frjótölum hjá þeim tegundum sem eru að blómstra og dreifa frjóum sínum með vindi.

Nokkur góð ráð til þeirra sem haldnir eru frjókornaofnæmi:

  • Forðast uppsprettu frjókorna sem valda ofnæmi: Snemma á vorin eru það helst elri- og birkitré og síðan óslegið blómstrandi gras í júní og fram á haust
  • Gras dreifir helst frjóum sínum snemma morguns (kl.7-10) og seinni part dags (kl.16-19)
  • Ekki þurrka þvott utandyra
  • Sofa við lokaðan glugga
  • Slá gras áður en það blómgast
  • Skipta um föt og þvo hár eftir að hafa verið nálægt frjódreifingu
  • Nota sólgleraugu og höfuðföt
  • Bursta og þvo feld heimilisdýra
  • Aka um með lokaðan glugga og hafa góða frjókornasíu í loftræstingunni
  • Taka lyf í samráði við lækna