Langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg á Íslandi

Tímamörk

Langtímaverkefni sem hófst um 1990.

Samstarfsaðilar

Landbúnaðarháskóli Íslands.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Lúpína er skilgreind sem ágeng, framandi tegund hér á landi og er dreifing hennar bönnuð á svæðum yfir 400 m hæðar. Með hlýnandi veðurfari og samdrætti í sauðfjárbeit má búast við að útbreiðsla lúpínu og gróðurs sem fylgir í kjölfar hennar, svo sem skógarkerfils, margfaldist á næstu áratugum. Miklar breytingar verða á gróðurfari og búsvæðum dýra vegna þessa.

Fylgst er með framvindu gróðurs á 15 svæðum á suður- og norðurhluta landsins, þar sem alaskalúpína hefur vaxið um langt skeið. Markmið rannsóknanna er að leita svara við spurningum um í hvers konar landi lúpína breiðist út, hvort hún breiðist yfir gróið land, hvaða gróðurbreytingar fylgja henni, hvort hún víki með tímanum og hver áhrif hún hefur á jarðveg. Fyrst var farið á svæðin upp úr 1990 og aftur á árunum 2011–2014.

Nánari upplýsingar

Alaskalúpína 

Niðurstöður

Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson 2018. Langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg á Íslandi. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-18005. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigurður Kristinn Guðjohnsen og Borgþór Magnússon 2019. Útbreiðsla og flatarmál lúpínubreiða á Íslandi 2017. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-19001. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson 2004. Plant succession in areas colonized by the introduced Nootka lupin in Iceland. Wild and Cultivated Lupins from the Tropics to the Poles. Í Santen, E. van og G.D. Hill ritstj. Wild and cultivated lupins from the tropics to the poles: proseedings of the 10th International Lupin Conference, Laugarvatn, Iceland, 19–24 June 2002, bls. 170–177. Auburn, USA: International Lupin Association.

Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson 2003. Áhrif alaskalúpínu á gróðurfar. Náttúrufræðingurinn 71(3–4): 98–111. https://timarit.is/page/4257671#page/n21/mode/2up

Borgþór Magnússon Sigurður H. Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson 2001. Gróðurframvinda í lúpínubreiðum. Fjölrit Rala nr. 207. Reykjavík: Rannsóknastofnun landbúnaðarins.