Vöktun bjargfugla

Tímamörk
Langtímaverkefni Arnþórs Garðarssonar† prófessors við Háskóla Íslands frá 1984 til 2009 þar sem gert var heildarmat á varpstofnum bjargfugla 1984–1986 og 2006–2009 og talið á föstum sniðum á 5 ára fresti 1986–2005. Náttúrustofa Norðausturlands tók við framkvæmd talninga á föstum sniðum 2006, fjölgaði sniðum og jók tíðni í árlegar talningar í samvinnu við aðrar náttúrustofur. Náttúrufræðistofnun Íslands tók að sér að framkvæma þriðja heildarmat á varpstofnum bjargfugla 2021–2022.
Samstarfsaðilar
Náttúrustofa Norðausturlands, Náttúrustofa Austurlands, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Suðvesturlands, Náttúrustofa Vesturlands, Náttúrustofa Vestfjarða.
Styrkir
Veiðikortasjóður, styrkur URN til vöktunar á náttúruverndarsvæðum.
Um verkefnið – Markmið og verkþættir
Vegna mikilvægis sjófugla í íslensku vistkerfi og alþjóðlegs mikilvægis Íslands sem varpstaðar er brýnt að fylgst sé náið með fjölda þeirra hér á landi. Vegna staðsetningar landsins og öflugra sjávarrannsókna á íslenskum hafsvæðum getur Ísland gegnt lykilhlutverki í rannsóknum á hugsanlegum stofnbreytingum sjófugla af völdum loftslagsbreytinga. Miklar breytingar hafa orðið á afkomu bjargfuglastofna við Norður-Atlantshaf undanfarna áratugi og meiri breytingum er spáð vegna áhrifa loftslagsbreytinga á fæðuskilyrði.
Til þess að túlka vísitölur árlegra stofnbreytinga bjargfugla þarf að telja varpfugla í öllum íslenskum fuglabjörgum reglulega. Slíkar talningar eru nokkuð tímafrekar og því kostnaðarsamar, en æskilegt að framkvæma á 10 til 12 ára fresti
Nánari upplýsingar
Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2019. Svartfugl í íslenskum fuglabjörgum 2006–2008. Bliki 33: 35–46.
Yann Kolbeinsson, Þorkell Lindberg Þórarinsson, Cristian Gallo, Erpur Snær Hansen, Jón Einar Jónsson, Róbert Arnar Stefánsson, Sindri Gíslason og Arnþór Garðarsson 2019. Vöktun bjargfuglastofna á Íslandi 2017–2019. Náttúrustofa Norðausturlands, NNA-1906.
Samantekt niðurstaðna
Stofnstærð bjargfugla á Íslandi mæld í varppörum í tveimur heildartalningum 1984–1986 og 2006–2008. Öllum tegundum fækkaði á þessu 22 ára tímabili.
Bjargfuglar | 1984–1986 | 2006–2008 | Breyting |
---|---|---|---|
Langvía | 992.340 | 698.053 | -30% |
Stuttnefja | 579.450 | 326.843 | -44% |
Álka | 378.390 | 313.473 | -17% |
Rita | 650.966 | 580.904 | -11% |
Tengiliður
Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur.