Vöktun fiðrilda

Tímamörk

Langtímaverkefni frá 1995

Samstarfsaðilar

Náttúrustofur Austurlands, Norðausturlands, Norðvesturlands, Suðausturlands, Suðurlands, Vesturlands og Suðvesturlands, auk Landbúnaðarháskóla Íslands og einstaklinga.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Aflað er upplýsinga um fiðrildafánu landsins sem er undir áhrifum af breyttu veðurfari vegna hlýnunar, breytinga á gróðurfari og náttúruhamförum eins og eldgosi. Stofnar fiðrildanna rísa og hníga eftir árferði hverju sinni, nýjar tegundir nema land og breiðast út. Einnig er fylgst með flækingum sem berast til landsins með vindum. Ljósgildrur eru notaðar til að lokka fiðrildin. Þær eru tæmdar vikulega í alls 30 vikur á ári, fiðrildin greind til tegunda og talin.

Vöktun fer fram á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands á Tumastöðum í Fljótshlíð, Mógilsá í Kollafirði, Rauðafelli og Skógum undir Eyjafjöllum. Vöktunarstöðvar á Kvískerjum og Skaftafelli í Öræfum hafa verið aflagðar. Á vegum samstarfsaðila fer fram vöktun á Austurlandi (Hallormsstaður, Jökuldalur, Neskaupstaður), á Norðausturlandi (Ás, Skútustaðir), Vestfjarðakjálka (Bolungarvík, Stakkamýri, Þiðriksvalladalur), Suðausturlandi (Höfn, Mörtunga), Suðurlandi (Stórhöfði), Vesturlandi (Gufuskálar, Hvanneyri, Stykkishólmur) og Suðvesturlandi (Norðurkot á Miðnesi).

Nánari upplýsingar

Pöddur

Niðurstöður

Erling Ólafsson og Matthías S. Alfreðsson 2020. Áberandi flækingsfiðrildi. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2019, bls. 21–22. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Erling Ólafsson og Matthías S. Alfreðsson 2019. Vöktun fiðrilda og vorflugna í 24 ár. Í María Harðardóttir og Magnús Guðmundsson, ritstj. Ársskýrsla 2018, bls. 14–16. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. 

Náttúrufræðistofnun Íslands 2016. Fiðrildavöktun ársins lokið

Náttúrufræðistofnun Íslands 2011. Fiðrildavöktun bætist liðauki

Náttúrufræðistofnun Íslands 2010. Vöktun fiðrilda undir áhrifum eldsumbrota

Náttúrufræðistofnun Íslands 2009. Fiðrildavertíð NÍ er hafin

Erling Ólafsson og Hálfdán Björnsson 1997. Fiðrildi á Íslandi 1995 (pdf, 1,9 MB). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 32. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur.