Vöktun rjúpnastofnsins

Tímamörk

Langtímaverkefni, með afmarkaða verkþætti sem hafa mismunandi tímamörk.

Samstarfsaðilar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Umhverfisstofnun, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrustofur Suðvesturlands, Vesturlands, Norðausturlands og Austurlands, SKOTVÍS og áhugafólk um líffræði rjúpunnar.

Styrkir

Veiðikortasjóður.

Um verkefnið

Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn. Náttúrufræðistofnun Íslands sér um framkvæmd rjúpnatalninga og metur aldurshlutföll og holdafar en Umhverfisstofnun safnar gögnum um veiði og sókn. Gögnin eru notuð til að meta stofnstærð, viðkomu og afföll og langtímabreytingar á þessum þáttum.

Rjúpnatalningar

Karlfugl rjúpunnar, karrinn, helgar sér óðal á vorin. Óðalstíminn hefst í síðari hluta apríl og varir út maí. Allir karrar taka þátt í þessu atferli. Á óðalstíma eru karrar mjög áberandi og auðvelt að koma auga á þá og oft langt að. Rjúpnatalningamenn nýta sér þetta og á vorin eru karrar taldir á um 40 svæðum vítt og breitt um landið. Kvenfuglar leynast betur en karrar og eru því ekki taldir með en rannsóknir hafa sýnt að kynjahlutföll í rjúpnastofninum á vorin eru jöfn.

Tvennskonar aðferðum er beitt við rjúpnatalningar, annars vegar svokölluðum reitatalningum og hins vegar svokölluðum sniðtalningum. Í reitatalningu er gengið um ákveðið svæði og karrar taldir. Miðað er við að allir karrar með óðul á reitnum finnist. Í sniðtalningum er gengið eftir fyrirfram ákveðnum línum og allir karrar sem sjást skráðir og hornrétt fjarlægð þeirra frá sniðlínu mæld. Útreikningar gefa þéttleika karra og mat á óvissu fyrir þéttleikamatið. Við sniðtalningar er líka notast við vegi og þá er ekið en ekki gengið við talningar, að öðru leyti er gagnasöfnun og úrvinnsla eins.

Rjúpnatalningar á Íslandi – smellið á tvíátta ör neðst í hægra horni til að stækka grafið

Rjúpnatalningar frumgögn (excel) – Náttúrufræðistofnun Íslands

Aldurshlutföll

Hægt er að greina rjúpur á fyrsta ári frá eldri fuglum. Aldurshlutföll eru metin í stofninum síðsumars, á veiðitíma og í varpstofni. Greiningar síðsumars byggja á stærðarmun unga og fullorðinna fugla. Gögnum er safnað með því að ganga um og leita gagngert að rjúpum og skrá aldur þeirra. Aldursgreiningar á veiðitíma og varptíma byggja á aldursbundnum litarmun á ystu handflugfjöðrum. Sýni til aldursgreiningar frá veiðitíma eru vængir sem veiðimenn senda inn til greiningar. Á vorin eru rjúpur gengnar uppi og ljósmyndaðar þegar þær fljúga upp og aldur lesinn af myndunum. Einnig er notast við rjúpur sem finnast dauðar á víðavangi eða við hreiður hrafns og fálka.

Aldurshlutföll í rjúpnastofninum – smellið á tvíátta ör neðst í hægra horni til að stækka grafið

Aldurshlutföll í rjúpnastofninum frumgögn (excel) – Náttúrufræðistofnun Íslands

Rjúpnaveiði

Umhverfisstofnun gefur út veiðikort og safnar skýrslum frá veiðimönnum þar sem þeir gera m.a. grein fyrir fjölda rjúpna sem þeir veiddu og veiðisvæði. Þessi skýrsluskil eru áskilin en valkvæmt er að gera grein fyrir sókn (fjölda veiðidaga).

Rjúpnaveiði á Íslandi – smellið á tvíátta ör neðst í hægra horni til að stækka grafið

Rjúpnaveiði frumgögn (excel) – Umhverfisstofnun

Líkamsástand

Holdafar eða hreysti rjúpna er ákvörðuð haust hvert með því að mæla og vigta fugla frá veiðimönnum. Þetta hefur verið gert frá árinu 2006 en aðeins á Norðausturlandi. Röksemdin fyrir gagnasöfnuninni er möguleg tengsl líkamsástands rjúpna og vetraraffalla. Holdastuðull rjúpna hefur breyst síðan 2006 eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan. Breytingar eru þær sömu hjá bæði ungfuglum (þriggja til fjögurra mánaða gömlum fuglum) og eldri fuglum. Þetta segir að það er eitthvað sem fuglarnir hafa reynt á tímabilinu júní til október sem ræður miklu um líkamsástand þeirra.

Holdastuðull rjúpu á Norðausturlandi – smellið á tvíátta ör neðst í hægra horni til að stækka grafið

Mikilvægi vöktunar

Vöktun er ein af meginforsendum sjálfbærra nytja rjúpnastofnsins. Byggt á vöktunargögnum má ráða í langtímaleitni stofnstærðar, viðkomu, dánartölu, veiðiaffalla og heilbrigðis rjúpunnar. Sem dæmi um niðurstöður greininga á vöktunargögnum eru línurit hér fyrir neðan. Þau sýna annars vegar tengsl veiði og stærðar veiðistofns og hins vegar tengsl veiðiaffalla og stærðar veiðistofns. Samanburður er á ástandinu fyrir og eftir friðun rjúpunnar 2003 og 2004. Verulega hefur dregið úr rjúpnaveiði síðan fyrir friðun og ræður þar væntanlega miklu sölubann sem sett var á haustið 2005.

Tengsl veiði, veiðiaffalla og stærðar veiðistofns – smellið á tvíátta ör neðst í hægra horni til að stækka grafið

Margir sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í starfi Náttúrufræðistofnunar Íslands við vöktun rjúpunnar á liðnum áratugum og það er stefna stofnunarinnar að bjóða alla áhugasama velkomna til slíkra starfa. Þetta er hægt að gera með því að taka þátt í karratalningum á vorin og að aðstoða við að safna aldurshlutföllum. Það er vel þegið að fá Rjúpnavængi (word og pdf eyðublöð) frá veiðimönnum til aldursgreiningar.

Nánari upplýsingar

Rjúpa

Samantekt niðurstaðna

Boulanger-Lapointe, N, K. Ágústsdóttir, I.C. Barrio, M. Defourneaux, R. Finnsdóttir, I.S. Jónsdóttir, B. Marteinsdóttir, C. Mitchell, M. Möller, Ó.K. Nielsen, A.Þ. Sigfússon, S.G. Þórisson, F. Huettmann 2022. Herbivore species coexistence in changing rangeland ecosystems: First high resolution national open-source and open-access ensemble models for Iceland. Science of the Total Environment 845(1). https://doi.org/10.1016/j.scitotenv.2022.157140

 

Morrill, A., Ó.K. Nielsen, K. Skírnisson, M.R. Forbes 2022. Identifying sources of variation in parasite aggregation. PeerJ 10:e13763. https://doi.org/10.7717/peerj.13763

Morrill, A., Ó.K. Nielsen, U. Stenkewitz, G.R. Pálsdóttir, M.R. Forbes og K. Skírnisson 2021. Weighing the predictors: host traits and coinfecting species both explain variation in parasitism of Rock Ptarmigan. Ecosphere 12(8): e03709. DOI: 10.1002/ecs2.3709

Skírnisson, K., F. Bergan og Ó.K. Nielsen 2021. Norwegian rock ptarmigan ectoparasites: chewing lice (Phthiraptera, Ischnocera) and feather mites (Astigmata, Psoroptidia). Norwegian Journal of Entomology 68: 33–40. http://www.entomologi.no/journals/nje/nje.htm [skoðað 4.5.2022]

Nielsen, Ó.K., A. Morrill, K. Skírnisson, U. Stenkewitz, G.R. Pálsdóttir og M.R. Forbes 2020. Host sex and age typically explain variation in parasitism of Rock Ptarmigan: implications for identifying determinants of exposure and susceptibility. Journal og Avian Biology 51(10). DOI: 10.1111/jav.02472

Hudon, S.F., E.P. Hurtado, J.D. Beck, S.J. Burden, D.P. Bendixsen, K.R. Callery, J.S. Forbey, L.P. Waits, R.A. Miller, Ó.K. Nielsen, J.A. Heath og E.J. Hayden 2020. Primers to highly conserved elements optimized for qPCR‐based telomere length measurement in vertebrates. Molecular ecology resources 21(1): 59–67. DOI: 10.1111/1755-0998.13238

Erla Sturludóttir 2021. Stofnmat fyrir íslenska rjúpnastofninn. Landbúnaðarháskóli Íslands, Rit LbhÍ nr. 141. 

Fuglei, E., J.A. Henden, C.T. Callahan o.fl. 2020. Circumpolar status of Arctic ptarmigan: Population dynamics and trends. Ambio 49: 749–761. DOI: 10.1007/s13280-019-01191-0

Barraquand, F. og O.K. Nielsen 2018. Predator‐prey feedback in a gyrfalcon‐ptarmigan system? Ecology and Evolution 8(24): 12425–12434. DOI: 10.1002/ece3.4563

Sturludóttir, E. , Ó.K. Nielsen og G. Stefánsson 2018. Evaluation of ptarmigan management with a population reconstruction model. Jour. Wild. Mgmt. 82: 958–965. DOI: 10.1002/jwmg.21458

Brynjarsdóttir, J. og Ó.K. Nielsen 2017. Estimating trends in ptarmigan numbers. Í David L. Anderson, Christopher J.W. McClure og Alastair Franke, ritstj. Applied Raptor Ecology, bls. 171-182. Boise, Idaho: The Peregrine Fund.

Nielsen, Ó. og T. Cade 2017. Gyrfalcon and ptarmigan predator-prey relationship. Í David L. Anderson, Christopher J.W. McClure og Alastair Franke, ritstj. Applied Raptor Ecology, bls. 43–74. Boise, Idaho: The Peregrine Fund.

Stenkewitz, U., Ó.K. Nielsen, K. Skírnisson og G. Stefánsson 2017. Feather holes of rock ptarmigan are associated with amblyceran chewing lice. Wildlife Biology ():wlb.00255. 2017. DOI: 10.2981/wlb.00255

Sturludóttir, E., H. Gunnlaugsdóttir, Ó.K. Nielsen og G. Stefansson 2017. Detection of a changepoint, a mean-shift accompanied with a trend change, in short time-series with autocorrelation. Communications in Statistics – Simulation and Computation 46 (7): 5808–5818. DOI: 10.1080/03610918.2014.1002849

Ólafur K. Nielsen 2016. Um rjúpur og niðurstöður rjúpnatalninga á Héraði. Glettingur 26: 77–81.

Ólafur K. Nielsen 2016. Af rjúpum og fálka á Melrakkasléttu. Í Níels Árni Lund. Sléttunga: safn til sögu Melrakkasléttu, 1. bindi, bls. 146–150. Reykjavík: Skrudda.

Skírnisson, K., Ó.G. Sigurðardóttir og Ó.K. Nielsen 2016. Morphological characteristics of Mesocestoides canislagopodis (Krabbe 1865) tetrathyridia detected in rock ptarmigan Lagopus muta in Iceland. Parasitology Research 115: 3099-3106. DOI: 10.1007/s00436-016-5065-7

Skírnisson, K., D. Jouet, H. Ferté og Ó.K. Nielsen 2016. Occurrence of Mesocestoides canislagopodis (Rudolphi, 1810) (Krabbe, 1865) in mammals and birds in Iceland and its molecular discrimination within the Mesocestoides species complex. Parasitological 115: 2597–2607.

Stenkewitz, U., Ó. K. Nielsen, K. Skírnisson og G. Stefánsson 2016. Host-Parasite Interactions and Population Dynamics of Rock Ptarmigan. Plos One 11(11): e0165293. http://dx.doi.org/10.1371/journal.pone.0165293

Ólafur K. Nielsen 2015. Rjúpnatalningar á Kvískerjum 1963 til 2014. Í Sigurður Örn Hannesson, ritstj. Fuglaathuganastöð Suðausturlands: 10 ára afmælisrit 2005–2015, bls. 28-29. Höfn: Fuglaathugunarstöð Suðausturlands.

Ólafur K. Nielsen 2014. Aldurshlutföll í rjúpnaafla haustið 2013 (pdf, 2 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-14002. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ólafur K. Nielsen, Alexander Weiss og Guðmundur A. Guðmundsson 2014. Rock ptarmigan (Lagopus muta) health studies in Northeast Iceland 2013: morphology and body reserves (pdf, 4,9 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-14003. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ólafur K. Nielsen, Nicolas de Pelsmaeker og Guðmundur A. Guðmundsson 2013. Rock ptarmigan (Lagopus muta) health studies in Northeast Iceland 2012: morphology and body reserves (pdf, 1,1 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-13001. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ólafur K. Nielsen 2013. Aldurshlutföll i rjúpnaafla haustið 2012 (pdf, 1,5 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-13005. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ólafur K. Nielsen 2012. Aldurshlutföll í rjúpnaafla haustið 2011 (pdf, 446 KB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-12001. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ólafur K. Nielsen 2012. Tillögur að rjúpnarannsóknum 2013–2017 (pdf, 0,9 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-12009. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Niðurstöður rjúpnatalninga og veiðiþol

Fréttir og fréttatilkynningar um niðurstöður rjúpnatalninga og veiðiþol.

Tengiliður

Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur