Jarðfræðikort

Náttúrufræðistofnun Íslands rannsakar og kortleggur bergrunn landsins og laus jarðlög (jarðgrunn) sem ofan á honum liggja. Jarðfræðikort sem stofnunin gefur út eru ólík að gerð en eiga það sameiginlegt að gefa upplýsingar um myndun og mótun lands, aldur og gerð jarðlaga. Gögnin sem liggja á bak við kortin eru unnin af fjölmörgum jarðfræðingum og oft eru þau unnin í samstarfi við aðrar stofnanir.

Auk jarðfræðikortanna hafa verið birt ýmiss konar sérkort fyrir afmörkuð landsvæði. Þar má nefna kort yfir skriðuföll, landmótunarkort og jarðfræðikort af Surtsey.

Kortasjá

Kortasjáin Jarðfræði Íslands sýnir jarðfræðileg fyrirbæri á Íslandi og þar má finna nokkur þeirra korta sem fjallað er um hér fyrir neðan.

Leiðbeiningar um notkun kortasjár (pdf)

Berggrunnskort

Berggrunnskort 1:600000 5787x4016

Berggrunnskort í mælikvarða 1:600.000 sýnir stærstu drættina í jarðfræði landsins. Jarðlög eru flokkuð eftir aldri, gerð og samsetningu. Einnig sýnir kortið vel gosbelti landsins og dreifingu gosstöðva frá nútíma. Nútímahraunum er skipt í forsöguleg og söguleg hraun.

Höfundur kortsins er Haukur Jóhannesson. Nýjasta útgáfa er frá árinu 2014.

Lýsigögn

Niðurhal

Prentað eintak má kaupa hjá Forlaginu.

Höggunarkort

Höggunarkort 1:600000 5787x4016

Höggunarkort í mælikvarða 1:600.000 sýnir jarðfræði landsins á nýstárlegan hátt. Jarðlög eru flokkuð eftir aldri en ekki eftir gerð og samsetningu. Á kortinu eru eldstöðvakerfi sýnd, það er megineldstöðvar og sprungu- og gangareinar, bæði virkar og útkulnaðar. Einnig helstu brotakerfi landsins og halli jarðlaga.

Höfundar kortsins eru Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson. Nýjasta útgáfa er frá árinu 2009.

Lýsigögn

Niðurhal

Prentað eintak má kaupa hjá Forlaginu.

Jarðhitakort

Jarðhiti 1:500.000
Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands

Jarðhitakort í mælikvarða 1:500.000 sýnir staðsetningu jarðhitastaða. Kortið er hluti af skýrslunni Jarðhitakort af Íslandi og gagnasafn um jarðhita sem var unnin í samstarfi við Orkustofnun.

Höfundur kortsins er Helgi Torfason. Kortið var gefið út árið 2003.

Lýsigögn

Jarðfræðikort af Íslandi

Yfirlit 1:250.000
Mynd: NÍ Lovísa Ásbjörnsdóttir

Jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarða 1:250.000 á níu kortablöðum. Kortin sýna stærstu drætti í jarðfræði landsins. Berggrunnur er flokkaður eftir aldri, gerð og samsetningu en jarðgrunnur er flokkaður í helstu myndanir frá ísaldarlokum til nútíma. Einnig sýnir kortið dreifingu gosstöðva frá ísöld og nútíma, jarðhita, berghlaup, stefnu jökulráka, strik og halla berglaga og fundarstaði steingervinga.

Frá 1960-1994 var unnið að útgáfu og endurskoðun þessara kortblaða og eru þau orðin sjö talsins. Útgáfa kortblaðanna hefur legið niðri síðustu árin en stefnt er að því að klára þau kortblöð sem eftir eru, þ.e. blað 4, mið-Norðurland og blað 8, mið-Austurland. Nauðsynlegt er að endurskoða eldri kortblöð og koma þeim á rafrænt form.

Lýsigögn

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |