Kortasjár

Kort eru í auknum mæli gefin út rafrænt í kortasjám og eru ekki prentuð.

Náttúrufræðistofnun Íslands heldur úti fimm kortasjám: 

  • Jarðfræði Íslands. Kortasjáin sýnir jarðfræðileg fyrirbæri á Íslandi.
  • Náttúruminjaskrá. Kortasjáin sýnir staðsetningu svæða sem Náttúrufræðistofnun hefur lagt til á B-hluta náttúruminjaskrár 2018. Auk þeirra eru núverandi friðlýst svæði og aðrar náttúruminjar.
  • Selalátur við strendur Íslands. Kortasjáin sýnir útbreiðslu landselslátra og útselslátra. Kortlagning selalátra byggist á talningagögnum frá 1980.
  • Sérstök vernd vistkerfa og jarðminja. Kortasjáin sýnir tiltekin náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
  • Vistgerðakort og mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Kortasjáin sýnir útbreiðslu samtals 105 vistgerða á landi, í ferskvatni og fjöru og 121 alþjóðleg mikilvæg fuglasvæði.
  • Vöktun náttúruverndarsvæða. Kortasjáin sýnir náttúruverndarsvæði og önnur svæði sem eru vöktuð vegna náttúruminja og eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |