Lóuþræll (Calidris alpina)

Útbreiðsla

Lóuþræll verpur einkum í heimskautalöndum umhverfis norðurhvel jarðar. Hann er alger farfugl og hefur vetursetu í V-Afríku. Grænlenskir lóuþrælar (C. a. arctica) koma hér einnig við (Gunnar Þór Hallgrímsson 2010). Hér er lóuþrællinn algengur í fjörum á vorin og eins síðsumars í sjávarlónum og leirum.

Stofnfjöldi

Lóuþræll er algengur varpfugl hér á landi og hefur stofninn verið talinn um 275.000 pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2016), sem er nánast það sama og eldra mat sem byggðist á hliðstæðum aðferðum en mun minni upplýsingum (270.000 pör, sbr. Thorup 2006). Er það yfir 90% af stofni deilitegundarinnar C. a. schinzii.

Dreifing og þéttleiki eftir vistlendum: Lóuþræll er votlendisfugl, útbreiddur á láglendi um mestallt land, einkum í mýrlendi, og verpur einnig víða á hálendinu (sjá kort). Reiknaður stofn er 275.300 pör og eru um 15% stofnsins ofan 300 m hæðarlínu (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2016). Mestur þéttleiki lóuþræla er í mýravistum, 19,9 pör/km² á láglendi en 5,7 pör/km² á hálendi og er 108.000 pör, um 39%, að finna í því vistlendi en um 89.000 pör eða 32% eru í móavistum. Um 28% lóuþræla verpa innan mikilvægra fuglasvæða (sjá töflu).

Válistaflokkun

VU (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU LC NT

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 6,63 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 2007-2027

Lóuþrælar eru vaktaðir á fimm stöðum á landinu sem hluti af vöktun mófugla. Þessar talningar eru á Suðurlandsundirlendinu, Mýrum í Borgarbyggð, við Markarfljót, í Þingeyjarsýslum og á Úthéraði (Pálsdóttir et al 2024, Yann Kolbeinsson o.fl. 2023, Áslaug Lárusdóttir o.fl. 2023, sjá einnig: Vöktun mófugla). Fjöldi lóuþræla hefur staðið í stað á Austurlandi, en fer fækkandi á öllum hinum svæðunum. Til að reikna stofnþróun lóuþræla á landinu öllu yfir viðmiðunartímabilið var notast við vegið meðaltal úr þessum talningum þar sem árleg breyting er margfölduð með hlutfallslegum fjölda fugla sem taldir voru í upphafi. Niðurstöðurnar eru þær að lóuþrælum fækkar um 2,2% á ári, sem framreiknað yfir viðmiðunartímabilið (2007-2027) jafngildir 36% fækkun og er lóuþræll því flokkaður sem í nokkurri hættu (VU, A2ab).

Viðmið IUCN: A2ab

A2. Fækkun í stofni ≥30% á síðustu 10 árum eða síðustu þremur kynslóðum, hvort sem er lengra, þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt:
(a) beinni athugun,
(b) stofnvísitölu sem hæfir tegundinni.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Lóuþræll var ekki í hættu (LC).

Válisti 2018: Lóuþræll var ekki í hættu (LC).

Verndun

Lóuþræll er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Eina viðkomusvæði lóuþræla hér á landi sem gæti talist alþjóðlega mikilvægt er Skarðsfjörður ásamt Hornafirði en þar hafa sést samtímis yfir 10 þúsund fuglar (Regína Hreinsdóttir o.fl. 2006). Thiedemann (1990) áætlaði að allt að 23 þúsund fuglar hefðu farið þar um vorið 1990 en miklu færri fuglar sáust þó samtímis.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 22.440 fuglar/birds; 7.480 pör/pairs ­(Wetlands International 2016)

B1 i: Ísland/Grænland = 7.800 fuglar/birds; 2.600 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Töflur

Reiknaður fjöldi lóuþræla sem gæti orpið á þeim mikilvægu fuglasvæðum þar sem >1% íslenska stofnsins er að finna – Calculated number of breeding Calidris alpina within important bird areas with >1% of the Icelandic population.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 B 5.502 2013 2,0  
Laxárdalsheiði VOT-V_3 B 5.231 2013 1,9  
Arnarvatnsheiði VOT-N_1 B 5.863 2013 2,1  
Skagi VOT-N_5 B 4.845 2013 1,8  
Melrakkaslétta  FG-N_4 B 7.523 2013 2,7  
Úthérað VOT-A_3 B 3.723 2013 1,4  
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 31.111 2013 11,3  
Önnur mikilvæg svæði
Other important areas
  B 12.415 2013 4,5  
Alls–Total     76.213   27,7  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data

Myndir

Heimildir

Áslaug Lárusdóttir, Erlín Emma Jóhannsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Halldór Walter Stefánsson, Hálfdán Helgi Helgason, Jóhann Finnur Sigurjónsson, Kolbrún Þóra Sverrisdóttir, Kristín Ágústsdóttir og Margrét Gísladóttir (2023). Náttúrustofa Austurlands, ársskýrsla 2023. Sótt 3. Mars 2025 af: https://drive.google.com/file/d/1GTiIzOzIdq3ng4ZeYPCvUJDEE2pP4huw/view

Gunnar Þór Hallgrímsson 2010. Greenlandic Dunlins on passage in NE-Iceland in spring. Wader Study Group Bulletin 117: 135–136.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 55. 295 s. rafræn útgáfa leiðrétt í nóvember 2017. http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_55.pdf.

Pálsdóttir, A. E., Þórisson, B., & Gunnarsson, T. G. (2025). Recent population changes of common waders and passerines in Iceland’s largest lowland region. Bird Study, 1–13. https://doi.org/10.1080/00063657.2025.2450394

Regína Hreinsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson, Kristbjörn Egilsson og Guðmundur Guðjónsson 2006. Gróður og fuglalíf á rannsóknasvæði fyrirhugaðrar vega- og brúargerðar við Hornafjarðarfljót. Náttúru­fræðistofnun Íslands, NÍ-06015. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Thiedemann, R. 1990. Untersuchungen zum Frühjahrsdurchzug der Limikolen (Charadriiformes) in Südöst-Island. Christian-Albrechts Univ. Kiel, Diplomarbeit.

Thorup, O., ritstj. 2006. Breeding waders in Europe 2000. International Wader Studies 14. Thetford: International Wader Study Group. (Tölur yfir íslenska stofna byggjast á óbirtri samantekt: Guðmundur A. Guðmundsson 2002. – Estimates of breeding populations of Icelandic waders worked out for the „Breeding waders in Europe 2000” report).

van Roomen M., S. Nagy, R. Foppen, T. Dodman, G. Citegetse og A. Ndiaye 2015. Status of coastal waterbird populations in the East Atlantic Flyway. With special attention to flyway populations making use of the Wadden Sea. Leeuwarden, Hollandi: Programme Rich Wadden Sea; Nijmegen, Hollandi: Sovon; Wageningen, Hollandi: Wetlands International; Cambridge, Englandi: BirdLife International og Wilhelmshaven, Þýskalandi: Common Wadden Sea Secretariat. http://www.waddensea-secretariat.org/
sites/default/files/downloads/status_coastal_birds_eaf_2014_1.pdf [skoðað 15.5.2017].

Yann Kolbeinsson, Snæþór Aðalsteinsson, Árni Einarsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, & Þorkell Lindberg Þórarinsson. (2023). Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum 2021-2023. Sótt 3. Mars 2025 af: https://nna.is/wp-content/uploads/2024/01/2306-Fuglavoktun-2021-2023.pdf

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir og Borgný Katrínardóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Strandfuglar (Charadriiformes)
Tegund (Species)
Lóuþræll (Calidris alpina)

English Summary

The Calidris alpina population in Iceland is estimated 275,000 pairs, based on measured densities in different habitat types and known and probable distribution; 28% may nest in IBAs designated for other species. No such areas are specifically designated for this species, but one staging site probably meets the criteria. In addition, breeding birds from Greenland (C. a. arctica) pass through Iceland in unknown numbers.

Icelandic Red list 2025: Vulnerable (VU, A2ab).