Hrafnaþing: Myglusveppir í íslenskum húsum

14.11.2016
Fjölbreyttir myglusveppir á ræktunarskál
Mynd: Kerstin Gillen
Fjölbreyttir myglusveppir á ræktunarskál

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15:15–16:00. Kerstin Gillen líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Myglusveppir í íslenskum húsum“.

Í erindinu verður fjallað um myglusveppi í húsum, tilurð þeirra og hvaða skilyrði þeir þurfa til að geta dafnað. Rætt verður um aðferðir sem notaðar eru til að finna myglu í húsum og verklag sem notað er til að greina í sundur sveppina, auk þess sem fjallað verður um algengustu ættkvíslir og tegundir sum fundist hafa í íslenskum húsum. Einnig verður rætt um hvernig best er að forðast vöxt myglusveppa og hvernig bregðast skal við þegar mygla er komin í hús.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Dagskrá Hrafnþings