Jarðfræðikort af Íslandi

Tímamörk

Langtímaverkefni frá 1960.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Náttúrufræðistofnun Íslands gegnir þeirri lagaskyldu að vinna jarðfræðikort af Íslandi. Jarðfræðirannsóknir eru forsenda fyrir gerð jarðfræðikorta sem eru m.a. undirstaða fyrir skipulega landnýtingu og vernd einstakra svæða. Ljúka þarf gerð jarðfræðikorta af landshlutum og endurskoða eldri útgáfur. Berggrunns- og höggunarkort sem taka til alls landsins eru endurskoðuð og útgefin reglulega. Í tengslum við rannsóknarverkefni er unnið að jarðfræðikortlagningu fyrir afmörkuð svæði í nákvæmari mælikvarða. Þekking og kortlagning á ofanflóðum er mikilvæg hvað varðar slysahættu og eignatjón og er nauðsynleg forsenda skipulags byggðar í landinu.

Nánari upplýsingar

Jarðfræðikort

Niðurstöður

Jarðfræðikort

Ögmundur Erlendsson, Birgir V. Óskarsson, Sigurveig Árnadóttir og Skafti Brynjólfsson 2020. Jarðfræðikort og kortlagning: framtíðarsýn. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-20003. Unnið í samvinnu við ÍSOR (ÍSOR-2019/069) fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir. https://utgafa.ni.is/skyrslur/2020/NI-20003.pdf [skoðað 9.6.2021]

Tengiliður

Birgir V. Óskarsson, jarðfræðingur