Sendlingur (Calidris maritima)

Útbreiðsla

Sendlingur er hánorrænn varpfugl sem verpur í N-Kanada, á Grænlandi, Íslandi og austur á Tamírskaga í Síberíu. Hann er strjáll varpfugl hér á landi og er algengastur á hálendinu (sjá kort 1). Til skamms tíma voru íslenskir sendlingar taldir til sérstakrar deilitegundar (Calidris maritima littoralis) en erfðarannsóknir styðja ekki þá flokkun (Barisas o.fl. 2015).

Íslenskir sendlingar eru væntanlega staðfuglar, a.m.k. hafa engir þeirra sem merktir voru hér á varpstöðvum komið fram erlendis (sbr. Summers o.fl. 1988). Sendlingur er eini vaðfuglinn sem er algengur í fjörum um land allt á veturna (sjá kort 2). Auk íslenskra varpfugla fara hér um sendlingar frá Kanada á leið til vetrarstöðva austanhafs (Summers o.fl. 2009, 2014). Er talið að um 20 þúsund þeirra hafi vetursetu í Evrópu utan Íslands (Gunnar Þór Hallgrímsson o.fl. 2012, Summers o.fl. 2014). Auk þess hafa kanadískir fuglar vetursetu hér á landi, m.a. á SV-landi og í Hornafirði.

Stofnfjöldi

Íslenski varpstofninn var gróflega metinn um 30.000 pör (Thorup 2006) en eru nú um 15.000 pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017).

Dreifing og þéttleiki eftir vistlendum: Sendlingur er strjáll varpfugl, útbreiddur um mestallt land en þó síst á láglendi sunnan- og vestanlands (sjá kort 2). Reiknaður stofn er 15.000 pör og eru yfir 90% þeirra á hálendi (>300 m h.y.s.) (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017). Hæsti meðalþéttleiki er 0,45 pör/km² í móavistum á hálendi en 0,39 pör/km² í mosavistum undir 300 m hæð. Um 14% stofnsins reiknast innan mikilvægra fuglasvæða (sjá töflu 1). Sendlingar eru sums staðar hnappdreifðir og geta þá orpið mjög þétt, t.d. í kríuvörpunum á Melrakkasléttu (Summers og Nicoll 2004). Engar þéttleikamælingar fóru fram á slíkum stöðum.

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
EN LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 7,6 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1991–2014

Staða sendlings hér á landi er nokkuð flókin; hann er varpfugl, hingað koma fargestir að vestan á leið til og frá Evrópu og eins vetrargestir frá Kanada og ef til vill víðar að. Engar marktækar talningar eða vísitölur ná yfir varpfugla og í vetrarfuglatalningum er ekki hægt að greina á milli íslenskra varpfugla og utanaðkomandi vetrargesta. Vetrarvísitala sýnir mikla fækkun (62%) á viðmiðunartímabilinu (1991–2014) eða um 4% á ári og þá aðallega eftir aldamót (sjá graf). Sendlingur er því flokkaður sem tegund í hættu (EN, A2b).

Viðmið IUCN: A2b

A2. Fækkun í stofni ≥50% á síðustu 10 árum eða síðustu þremur kynslóðum, hvort sem er lengra, þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt eftirtöldum atriðum:(b) stofnvísitölu sem hæfir tegundinni.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Sendlingur var ekki í hættu (LC).

Verndun

Sendlingur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Erfitt er að meta alþjóðlegt mikilvægi vetrardvalarstaða og viðkomustaða sendlings hér á landi vegna þess að í hlut eiga a.m.k. tveir stofnar og hvorugur þeirra er vel þekktur. Sama er að segja um notkun þeirra á einstökum svæðum. Miðað við mat á íslenska varpstofninum (15 þúsund pör) gæti sá stofn verið alls 45 þúsund fuglar miðað við reiknireglu Wetlands International (2016). Við bætast um 20 þúsund kanadískir fargestir og óþekktur fjöldi kanadískra vetrargesta. Því gætu sendlingar sem nýta fjörur hér á landi verið um 65 þúsund talsins en þeir gætu líka verið mun fleiri. Fuglarnir eru væntanlega ekki allir í fjörunum samtímis, því íslenskir sendlingar eru margir hverjir komnir á varpstöðvarnar í maí þegar þeir kanadísku eru hér á ferð. Hér verður miðað við að svæði með 500 fuglum geti haft alþjóð­lega þýðingu. Stórir sendlingahópar hafa sést hér víða í fjörum að vorlagi, einkum vestanlands og á NA-landi (sjá kort 3). Margir þessara staða kunna að hafa alþjóðlega þýðingu og það sama á við um nokkur vetrarsvæði (sjá töflu 2).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Kanada/Grænl./Evrópa/V- og S-Afríka (vetrarstofn/winter c. 1990) = 8.500 fuglar/birds (Wetlands Int. 2016)

B1 i: NA-Kanada/Grænl./Ísland/NV-Evrópa (vetrarstofn/winter c. 1990) = 3.500 fuglar/birds (Wetlands Int. 2016)

Töflur

Tafla 1: Reiknaður fjöldi sendlinga sem gæti orpið á þeim mikilvægu fuglasvæðum þar sem >1% íslenska stofnsins er að finna – Calculated number of breeding Calidris maritima within important bird areas with >1% of the Icelandic population.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pör)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Arnarvatnsheiði VOT-N_1 B 468 2013 3,1  
Vatnajökulsþjóðgarður VOT-N_15 B 812 2013 5,4  
Jökuldalsheiði VOT-A_2 B 272 2013 1,8  
Önnur mikilvæg svæði Other important areas   B 587 2013 3,9  
Alls–Total     2.139   14,2  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data      

Tafla 2: Mikilvæg vetrar- og viðkomusvæði sendlings – Important winter and staging areas of Calidris maritima in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Kalmanstjörn–Garðskagi1 FG-V_1 W 612 2005–2008 1,2 A4i, B1i
Álftanes–Skerjafjörður2 FG-V_2 W 700 1974 1,4 A4i, B1i
Elliðavogur–Grafarvogur3 FG-V_3 P 1.030 1997 2,1 A4i, B1i
Blikastaðakró–Leiruvogur2 FG-V_4 W 500 1977 1,0 A4i, B1i
Hvalfjörður2 FG-V_6 W 520 1975 1,0 A4i, B1i
Borgarfjörður–Löngufjörur4 FG-V_10 W 1.745 2017 3,5 A4i, B1i
Breiðafjörður5 FG-V_11 P 5.210 1990 10,4 A4i, B1i
Breiðafjörður4 FG-V_11 W 2.368 2017 4,7 A4i, B1i
Tjörnes6 FG-N_3 P 1.113 2008 2,2 A4i, B1i
Melrakkaslétta7 FG-N_4 P 2.000 1986 4,0 A4i, B1i
Melrakkaslétta8 FG-N_4 W 2.200 2011–2013 4,4 A4i, B1i
Skarðsfjörður1 FG-A_6 W 1.000 2011 2,0 A4i, B1i
1Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar/IINH, mid-winter counts 2Wilson 1982 3Arnþór Garðarsson 1998 4Böðvar Þórisson o.fl. 2017 5Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1991 6Þorkell L. Þórarinsson og Aðalsteinn Ö. Snæþórsson 2008 7Whitfield og Jón Magnússon 1987 8Náttúrustofa Norðausturland, óbirt gögn/unpubl. data

Myndir

Heimildir

Arnþór Garðarsson 1998. Fuglatalningar í Leiruvogi. Lífríkisrannsóknir vegna Sundabrautar. Reykjavík: Líffræðistofnun Háskólans.

Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1991. Yfirlit um gildi einstakra fjörusvæða fyrir vaðfugla. Óbirt skýrsla.

Barisas, D.A.G., J. Amouret, G.T. Hallgrímsson, R.W. Summers og S. Pálsson 2015. A review of the subspecies status of the Icelandic Purple Sandpiper Calidris maritima littoralis. Zoological Journal of the Linnean Society 175: 211–221.

Böðvar Þórisson, Verónica Méndez, José Alves, Kristinn H. Skarphéðinsson, Svenja Auhage, Sölvi Rúnar Vignisson, Brynjúlfur Brynjólfsson, Cristian Gallo, Páll Leifsson, Jennifer A. Gill og Tómas Grétar Gunnarsson 2017. The wintering population of Oystercatchers in Iceland [ágrip]. Veggspjald kynnt á ráðstefnu Vistfræðifélags Íslands, VistÍs 2017, 28.–30. apríl 2017, Hólum í Hjaltadal. https://vistis.files.wordpress.com/2016/10/vistis_2017_agrip.pdf [skoðað 15.5.2017].

Gunnar Þór Hallgrímsson, R.W. Summers, B. Etheridge og R.L. Swann 2012. The winter range of Nearctic Purple Sandpipers Calidris maritima on the East Atlantic flyway. Ardea 100: 13–18.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 55. 295 s. rafræn útgáfa leiðrétt í nóvember 2017. http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_55.pdf

Náttúrufræðistofnun Íslands. Vetrarfuglatalningar: niðurstöður (1952–2015, óbirt gögn, nema 1987–1989 og 2002–2015). http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur [skoðað 15.5.2016].

Summers, R.W. og M. Nicoll 2004. Geographical variation in the breeding biology of the Purple Sandpiper Calidris maritima. Ibis 146: 303–313.

Summers, R.W., C. Corse, M. Nicoll, R. Smith og D. Whitfield 1988. The biometrics and wintering area of Icelandic Purple Sandpipers. Ringing Migration 9:133–138.

Summers, R.W., G.Þ. Hallgrímsson, D. Aiton, B. Etheridge, J. Heaton og B. Swann 2009. Population structure, biometrics and moult of migrant Purple Sandpipers Calidris maritima in southwest Iceland in spring. Bird Study 56: 357–368.

Summers, R.W. H. Boland, K. Colhoun, N. Elkins, B. Etheridge, S. Foster, J.W. Fox, K. Mackie, L.R. Quinn, R.L. Swann 2014. Contrasting trans-Atlantic migratory routes of Nearctic Purple Sandpipers Calidris maritima associated with low pressure systems in spring and winter. Ardea 102: 139‒152.

Thorup, O., ritstj. 2006. Breeding waders in Europe 2000. International Wader Studies 14. Thetford: International Wader Study Group. (Tölur yfir íslenska stofna byggjast á óbirtri samantekt: Guðmundur A. Guðmundsson 2002. – Estimates of breeding populations of Icelandic waders worked out for the „Breeding waders in Europe 2000” report).

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016]

Whitfield, D.P. og J. Magnusson 1987. The migration of waders through Melrakkaslétta, north-east Iceland. Wader Study Group Bulletin 49: 85–89.

Wilson, J.R. 1982. The wintering of shorebirds in Iceland. Wader Study Group Bulletin 36: 16–19.

Þorkell Lindberg Þórarinsson og Aðalsteinn Örn Snæþórsson 2008. Farfuglar í fjörum í nágrenni Bakka á Tjörnesi að vori. Náttúrustofa Norðausturlands, NNA-08004. Húsavík: Náttúrustofa Norðausturlands.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Sendlingur (Calidris maritima)

Samantekt á Ensku

The Calidris maritima population in Iceland is estimated 15,000 pairs, based on measured densities in different habitat types and known and probable distribution; 14% may nest in IBAs designated for other species. In addition, unknown numbers of birds from Canada pass through and winter in Iceland, making the application of IBA criteria difficult. Tentatively, 10 IBAs are designated for this species as winter and/or staging sites.

Icelandic Red list 2018: Endangered (EN, A2b), uplisted from Least concern (LC) in 2000.