Breiðafjörður

English summary

Breiðafjörður, W-Iceland is a large bay with thousands of islands and skerries and extensive intertidal zones. This section only deals with migrants, wintering and moulting birds as well as breeding species other than seabirds. This area is an internationally important staging sites for Branta bernicla (15,522 birds), Calidris canutus (170,000 birds), Calidris maritima (5,210 birds) and Arenaria interpres (10,000 birds). Also internationally important as moulting site for Cygnus cygnus (3,201 bird), Anser anser (2,500 birds) and Somateria mollissima (36,000 birds) as well as for breeding Gavia stellata (100 pairs), Anser anser (1,700 pairs) and Mergus serrator (450 pairs). During winter, Histrionicus histri­onicus (1,626 birds) and Calidris maritima (2,368 birds) meet the IBA-criteria.

FG-V 11

Hnit – Coordinates: 65,29240, V22,63308
Sveitarfélag – Municipality: Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii; B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 350.000 ha

Opna í kortasjá – Open in map viewer

Breiðafjörður er mikill flói á milli Snæfellsness og Vestfjarða, um 70 km breiður við mynnið. Hann er djúpur utan til en grynnkar verulega þegar innar dregur og er mikill þörungagróður í fjörum og á grunnsævi, svo og víðáttumiklar leirur og þúsundir eyja og skerja með miklu fuglalífi (Arnþór Garðarsson 1973, Ævar Petersen 1989). Þetta svæði er einnig flokkað með sjófuglabyggðir en hér verður aðeins gerð grein fyrir fargestum, vetrarfuglum og varpi annarra tegunda en sjófugla, þ.e. þeirra sem reiða sig fyrst og fremst á fjörur og grunnsævi.

Breiðafjörður er afar mikilvægur viðkomustaður á fartíma og þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru margæs (15.522 fuglar), rauðbrystingur (170.000 fuglar), sendlingar (5.210 fuglar) og tildra (10.000 fuglar). Á fjaðrafellitíma uppfylla álftir (3.201 fugl), grágæsir (2.500 fuglar) og æðarfuglar (36.000 fuglar) töluleg viðmið. Fjöldi grágæsa á varptíma er einnig alþjóðlega mikilvægur (1.700 pör) sem og fjöldi lóma (um 100 pör) og toppanda (450 pör). Að vetri til uppfyllir fjöldi straumanda (1.626 fuglar) og sendlinga (2.368 fuglar) alþjóðleg viðmið. Þá er svæðið langmikilvægasta varpsvæði hafarnar á Íslandi (47 pör).

Breiðafjörður er verndaður með lögum nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar, en þau lög eru haldlítil enda hafa reglugerðir sem kveða á um útfærslu þeirra ekki verið settar. Hrísey í Miðhúsalöndum í Reykhólasveit, hluti Flateyjar og Vatnsfjörður eru friðlýst og mörg svæði og einstakar eyjar eru á náttúruminjaskrá. Breiðafjörður er á IBA-skrá.

Helstu fuglategundir í Breiðafirði – Key bird species in Breiðafjörður

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Lómur1 Gavia stellata Varp–Breeding *100 2016 6,7 A4i, B1i
Álft1 Cygnus cygnus Fellir–Moult 3.201 2005 12,3 A4i, B1i
Grágæs2 Anser anser Varp–Breeding *1.700 1997 6,4 B1i
Grágæs2 Anser anser Fellir–Moult 2.500 1997 3,1 B1i
Margæs3 Branta bernicla Far–Passage 15.522 1990–2010 55,4 A4i, B1i
Æður4 Somateria mollissima Fellir–Moult 36.000 1980 4,3 A4i, B1i, B2
Straumönd5** Histrionicus histrionicus Vetur–Winter 1.626 1999–2001 11,6 A4i, B1i
Toppönd6 Mergus serrator Varp–Breeding *450 2016 15,0 A4i, B1i, B2
Haförn1 Haliaeetus albicilla Varp–Breeding *47 2016 63,5  
Rauðbrystingur7 Calidris canutus Far–Passage 170.000 1990 48,6 A4i, B1i, B2
Sendlingur7 Calidris maritima Far–Passage 5.210 1990 10,4 A4i, B1i
Sendlingur8 Calidris maritima Vetur–Winter 2.368 2017 4,7 A4i, B1i
Tildra7 Arenaria interpres Far–Passage 10.000 1990 6,7 A4i, B1i
Alls–Total***     200.732     A4iii
*Pör. – Pairs.
**Öndverðarnes–Látrabjarg;
***Fargestir. – Passage migrants only.
1Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.
2Ólafur Einarsson 2000. Iceland. Í Heath, M.F. og M.I. Evans, ritstj. Important Bird Areas in Europe: Priority sites for conservation. Volume I – Northern Europe, bls. 341–363. Cambridge: BirdLife International.
3Guðmundur A. Guðmundsson, óbirt heimild. – Unpublished source.
4Arnþór Garðarsson 1982. Endur og aðrir vatnafuglar. Í Fuglar. Rit Landverndar 8, bls. 77–111. Reykjavík: Landvernd.
5Arnþór Garðarsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2003. Útbreiðsla og fjöldi straumanda á Íslandi að vetrarlagi. Bliki 23: 5–20.
6Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat. – IINH, rough estimate
7Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1991. Yfirlit um gildi einstakra fjörusvæða fyrir vaðfugla. Óbirt skýrsla.
8Böðvar Þórisson, Verónica Méndez, José Alves, Kristinn H. Skarphéðinsson, Svenja Auhage, Sölvi Rúnar Vignisson, Brynjúlfur Brynjólfsson, Cristian Gallo, Páll Leifsson, Jennifer A. Gill og Tómas Grétar Gunnarsson 2017. The wintering population of Oystercatchers in Iceland [ágrip]. Veggspjald kynnt á ráðstefnu Vistfræðifélags Íslands, VistÍs 2017, 28.–30. apríl 2017, Hólum í Hjaltadal.

Heimildir – References

Arnþór Garðarsson 1973. Fuglastofnar og selir á Breiðafirði: bráðabirgðaskýrsla í október 1973. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ævar Petersen 1989. Náttúrufar í Breiðafjarðareyjum. Í Árni Björnsson, Eysteinn G. Gíslason og Ævar Petersen. Breiðafjarðareyjar. Árbók Ferðafélag Íslands 1989, bls. 17‒52. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.