Eldey
Kortasjá
Opna í kortasjá – Open in map viewer
English summary
Eldey rock, SW-Iceland, is an internationally important breeding site for Morus bassanus (14,810 pairs).
SF-V 2
Hnit – Coordinates: N63,74112, V22,95889
Sveitarfélag – Municipality: Reykjanesbær
IBA-viðmið – Category: A4ii, A4iii, B1ii
Stærð – Area: 380 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Eldey er 77 metra há þverhnípt klettaeyja suðvestur af Reykjanesi. Hún hefur lengst af verið mesta súlubyggð landsins og þar verpa nú um 15 þúsund súlupör sem samsvarar um 40% íslenska stofnsins. Einnig verpur þar nokkuð af langvíu.
Eldey var friðuð árið 1940 og var þá fyrsta friðland fugla hér á landi. Hún var síðar friðlýst skv. náttúruverndarlögum og tekur friðlýsingin til eyjarinnar (2 ha), auk þess sem óheimilt er að hleypa af skoti nær eynni en 2 km. Eldey er á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar í Eldey – Key bird species breeding in Eldey*
Tegund Species |
Latneskt heiti Scientific name |
Árstími Season |
Fjöldi (pör) Number (pairs) |
Ár Year |
% af íslenskum stofni % of Icelandic popul. |
Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Súla | Morus bassanus | Varp–Breeding | 14.810 | 2013-2014 |
39,8 |
A4ii, B1ii |
Alls–Total | 14.810 |
|
A4iii | |||
*byggt á Arnþór Garðarsson 2019. Íslenskar súlubyggðir 2013–2014. Bliki 33: 69–71. |