Grímsey út af Eyjafirði

SF-N 8

Hnit – Coordinates: N66,55202, V17,99726
Sveitarfélag – Municipality: Akureyrarkaupstaður
IBA-viðmið – Category: A4i, A4ii, A4iii, B1i, B1ii, B2
Stærð – Area: 2.199 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Grímsey er nyrsta byggða eyja við Ísland og liggur um 41 km utan við mynni Eyjafjarðar. Hún er 455 ha að stærð og girt hömrum nema að sunnanverðu og liggur hæst 105 m y.s. Grímsey er algróin og er mólendi og graslendi ríkjandi.

Mikið fuglalíf er í Grímsey og þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru rita (32.840 pör), langvía (67.293 pör) og álka (114.796 pör). Á eyjunni er ennfremur ein stærsta lundabyggð landsins (40.275 pör).

Grímsey er á IBA-skrá og stór hluti hennar er á náttúruminjaskrá.

Helstu varpfuglar í Grímsey, Eyjafirði – Key bird species breeding in Grímsey, Eyjafjörður

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Rita1 Rissa tridactyla Varp–Breeding 32.840 2007 5,7 A4i, B1i, B2
Langvía2 Uria aalge Varp–Breeding 67.293 2007 9,8 A4ii, B1ii, B2
Stuttnefja2 Uria lomvia Varp–Breeding 4.054 2007 1,2  
Álka2 Alca torda Varp–Breeding 114.796 2007 36,6 A4ii, B1ii, B2
Lundi3 Fratercula arctica Varp–Breeding 40.275 2015 2,0 B2
Alls–Total     259.258     A4iii
¹Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2013. Framvinda íslenskra ritubyggða. Bliki 32: 1–10.
²Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2019. Svartfugl í íslenskum fuglabjörgum 2006–2008. Bliki 33: 35–46.
³Arnþór Garðarsson og Erpur Snær Hansen. Lundatal. Í undirbúningi (in preparation).

English summary

Grímsey island, N-Iceland, has internationally important numbers of Rissa tridactyla (32,840 pairs), Uria aalge (67,293 pairs), Alca torda (114,796 pairs). Furthermore, over 40.000 pairs of Fratercula arctica breed on the island.

Opna í kortasjá – Open in map viewer