Krýsuvíkurberg
Kortasjá
Opna í kortasjá – Open in map viewer
English summary
Krýsuvíkurberg sea-cliff in SW-Iceland is a seabird colony with internationally important numbers of Rissa tridactyla (46,564 pairs), Uria aalge (8,785 pairs) and Alca torda (4,127 pairs).
SF-V 1
Hnit – Coordinates: N63,82956, v22,07348
Sveitarfélag – Municipality: Hafnarfjörður
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii, B1i, B2
Stærð – Area: 863 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Krýsuvíkurberg er um 60 m hátt og 8 km langt sjávarbjarg austan við Grindavík á sunnanverðum Reykjanesskaga. Þar er mikilvæg sjófuglabyggð og þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru rita (46.564 pör), langvía (8.785 pör) og álka (4.127 pör). Meðal annarra sjófugla sem þar verpa má nefna fýl (nokkur þúsund pör), lunda, silfurmáf og toppskarf.
Krýsuvíkurberg er innan Reykjanesfólkvangs, sem var friðlýstur 1975, og er á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar í Krýsuvíkurbergi* – Key bird species breeding in Krýsuvíkurberg*
Tegund Species |
Latneskt heiti Scientific name |
Árstími Year |
Fjöldi (pör) Number (pairs) |
Ár Year |
% af íslenskum stofni % of Icelandic popul. |
Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Rita1 | Rissa tridactyla | Varp–Breeding | 46.564 | 2005 |
8,0 |
A4i, B1i, B2 |
Langvía | Uria aalge | Varp–Breeding | 8.785 | 2007 |
1,3 |
B2 |
Álka | Alca torda | Varp–Breeding | 4.127 | 2007 |
1,3 |
B2 |
Alls–Total | 59.476 |
|
A4iii | |||
*byggt á Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2019. Svartfugl í íslenskum fuglabjörgum 2006–2008. Bliki 33: 35–46. 1Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2013. Framvinda íslenskra ritubyggða. Bliki 32: 1–10. |