Frjómælingar í ágúst

Í ágúst var fjöldi frjókorna í lofti á Akureyri svipaður og í meðalári en í Garðabæ var fjöldinn langt fyrir neðan meðaltal.

Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna 942 frjó/m3 sem er nálægt meðaltali áranna 1998–2021 sem er 976 frjó/m3. Frjókorn voru nær samfellt í lofti allan mánuðinn og voru grasfrjó um 90% allra frjókorna eða 881 frjó/m3. Aðrar helstu frjógerðir voru frjó netlu, sveipjurta og elftinga en mjög lítið mældist af þeim.

Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna 231 frjó/m3 sem er langt undir meðaltali áranna 2011–2021 sem er 452 frjó/m3. Frjókorn mældust í mjög litlum mæli flesta daga mánaðarins og var þar mest um að ræða grasfrjó sem voru 78% allra frjókorna eða 180 frjó/m3. Lyngfrjó voru næstalgengust með 7 frjó/m3 en af öðrum frjókornum mældist minna.

Grasfrjó geta áfram mælst í september en ólíklegt er að þau verði í miklu magni.

Fréttatilkynning um frjómælingar ágúst 2022 (pdf)

Frjókornaspá

Sjálfvirkur frjókornamælir á Akureyri

Nánar um frjómælingar