Sjálfvirkur frjókornamælir á Akureyri

Sjálfvirkar mælingar frjókorna hófust á Akureyri seinnipart sumars 2022 og er mæli- og greiningarhæfni mælitækisins enn í þróun. Því geta niðurstöður mælinga verið frábrugðnar raungildum.
 
Með sjálfvirkri frjókornamælingu eru niðurstöður tiltækar innan nokkurra klukkustunda og gefur það góða mynd af frjókornum sem eru í loftinu hverju sinni. Grafið sýnir sjálfvirkar mælingar frjókorna í lofti á Akureyri og er uppfært á klukkutíma fresti. Hægt er að velja tímabil og tegund frjókorna eftir þörfum.