Hrafnaþing: Landnám og útbreiðsla æðplanta og framvinda gróðurs í Surtsey árin 1965–2015

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 1. febrúar kl. 15:15–16:00, mun Sigurður H. Magnússon plöntuvistfræðingur flytja erindið „Landnám og útbreiðsla æðplanta og framvinda gróðurs í Surtsey árin 1965–2015“. Meðhöfundar erindisins eru Pawel Wasowicz og Borgþór Magnússon.

Í fyrirlestrinum verður sagt frá rannsókn á landnámi og útbreiðslu plantna í Surtsey sem hefur staðið yfir allt frá því að eyjan myndaðist á árunum 1963–1967. Árið 2015 höfðu 74 æðplöntutegundir verið skráðar í Surtsey og náði landnám hámarki á árunum 1992–1995. Á eynni eru sex megingerðir gróðurs, allt frá tegundasnauðum og dreifðum frumherjagróðri yfir í gróskumikið og þétt graslendi. Framsæknustu tegundirnar eru fjöruarfi, varpasveifgras og holurt.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.