Hrafnaþing: Evrópski endurheimtuatlasinn

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 1. mars kl. 15:15–16:00, mun Svenja N.V. Auhage umhverfis- og vistfræðingur flytja erindið „Evrópski endurheimtuatlasinn“.

Í erindinu verður fjallað um atlas sem gefinn var út á rafrænu formi árið 2022 á vegum EURING, regnhlífarsamtaka um fuglamerkingar í Evrópu. Atlasinn byggir á endurheimtugögnum merktra fugla og í honum er að finna umfjöllun og kortasjá af farleiðum um 300 evrópskra fuglategunda.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.