Hrafnaþing: Athugun á breytileika í erfðamengjum hafarna

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 15. mars kl. 15:15–16:00, mun Snæbjörn Pálsson prófessor í stofnlíffræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands flytja erindið „Athugun á breytileika í erfðamengjum hafarna“.

Í erindinu verður sagt frá niðurstöðum á greiningu á breytileika í erfðamengjum hafarna á Íslandi og frá Grænlandi og Norður-Evrópu, aðgreiningu milli landa og sögulegum stofnsveiflum.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.