Hrafnaþing: Ný aðferðafræði til að fylgjast með ferðum og stofnstærð nætursjófugla

Á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 26. apríl kl. 15:15–16:00, mun Stephen J. Hurling doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands flytja erindi um vistfræði nætursjófugla í Vestmannaeyjum. Erindið nefnist „Novel methodologies in tracking and population; uncovering the mysteries of Iceland’s nocturnal seabirds“ og verður flutt á ensku.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því verður jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.