Talningar á grágæsum

Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum helgina 18.–19. nóvember 2023. Þetta er liður í vöktun grágæsastofnsins sem hófst á vegum Wildfowl & Wetlands Trust árið 1960.

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að fá upplýsingar um grágæsir sem fólk verður vart við hér á landi á næstu dögum, þar á meðal hvar þær sáust og mat á fjölda þeirra. Á síðasta ári voru hér á landi taldir 25.106 fuglar, þar af 16.484 á Suðurlandi, 2.291 fuglar á Suðvestur- og Vesturlandi, 4.777 fuglar á Norðurlandi og 621 fuglar á Austurlandi.

Vinsamlegast sendið upplýsingarnar til Svenju N.V. Auhage (svenja@ni.is).

Sjá nánar um verkefnið vöktun grágæsa.