Hrafnaþing: Ofnæmisvaldandi frjókorn á Íslandi

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 6. desember kl. 15:15–16:00, mun Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið „Allergenic Pollen in Iceland – Validating New Pollen Monitoring Systems and Exploring Experimental Possibilities“. 

Í fyrirlestrinum verður fjallað um frjómælingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands með áherslu á nýjan sjálfvirkan frjógreiningamæli sem settur var upp á þaki húsnæðis stofnunarinnar á Akureyri í júlí 2022. Einnig verður greint frá rannsókn á dreifingu birkifrjókorna sem geta ferðast langar vegalengdir og þá verður kynnt nýtt rannsóknarverkefni þar sem skoðuð eru ónæmisviðbrögð við ofnæmisvökum birkis, með sérstakri áherslu á að kanna mögulegan mun á ofnæmisprótínum milli ólítra birkitegunda. 

Útdráttur úr erindinu

Erindið verður flutt í fundaraðstöðu starfsstöðvar Náttúrufræðistofnunar Íslands að Borgum við Norðurslóð, Akureyri. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams.