Stofngerð íslenska refsins

Hópur vísindafólks á vegum Náttúrufræðistofnunar dvaldi á starfsstöð stofnunarinnar og Rannsóknaseturs HÍ á Breiðdalsvík á vikulöngum vinnufundi nýverið. Hópurinn vann að greinaskrifum og gagnaúrvinnslu vegna verkefnisins Stofngerð íslenska refsins.

Verkefnið var kynnt á opnu fræðsluerindi hjá Náttúrustofu Austurlands á Neskaupstað. Í vinnuhópnum eru Ester Rut Unnsteinsdóttir, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, Bruce J. McAdam, tölfræðingur frá Skotlandi, Nicolas Lecomte, vistfræðiprófessor frá Kanada og Anna Bára Másdóttir, doktorsnemi frá Háskóla Íslands. Snæbjörn Pálsson, vistfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands er jafnframt í teyminu og tók hann þátt í vinnufundum í gegnum fjarfundarbúnað.

Vel fór um hópinn á Breiðdalsvík þar sem borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar og Háskóla Íslands er staðsett. Þakka ber staðarhaldara og starfsfólki setursins fyrir góðar mótttökur og rausnarleg afnot af vinnuaðstöðu þeirra.

Anna Bára Másdóttir, kynnti hluta af verkefninu á Hrafnaþingi sem haldið var í mars sl. Hægt er að horfa á erindið á Youtube rás stofnunarinnar.