Gulþörungaleirur
F2.34 Gulþörungaleirur
EUNIS-flokkun: A2.323 Tubificoides benedii and other oligochaetes in littoral mud.


Lýsing
Gulþörungaleira einkennist af gulþörungum (Vaucheria spp.). Á haustin þroskast dvalargró sem lifna við á vorin og mynda gróðurþekju sem lítur út eins og þunn, dökkgræn motta á yfirborði leirsins seinni hluta sumars. Á leirum eru gjarnan kjöraðstæður fyrir þörunginn þar sem nokkuð er af áburðarríku lífrænu efni í setinu. Gulþörungaleirur eru oftast í mjög skjólsælum fjörum, innst í fjörðum og víkum, þar sem ferskvatnsáhrifa gætir. Undirlagið er fínn leir og stutt er niður á súrefnissnautt lag. Yfirleitt er lítið af dýrum í þessum leirum og lífríkið samanstendur nær eingöngu af gulþörungum, ánum og rykmýslirfum. Vistgerðin hefur lítið verið rannsökuð hér á landi.
Fjörubeður
Leir (fínn).
Fuglar
Fuglalíf ekki kannað, væntanlega leita lóuþrælar, sandlóur og fleiri fuglar í leirumý og ána sem hér er að finna.
Líkar vistgerðir
Útbreiðsla
Á mjög skjólsælum stöðum, t.d. við Faxaflóa, Breiðafjörð, Borgarvog og Djúpafjörð.
Verndargildi
Miðlungs.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Gulþörungur | Vaucheria spp. | Rykmýslirfur | Chironomidae |
Ánar | Oligochaeta |
