Svæðið er tilnefnt vegna fugla og sela. Það nær að hluta yfir tillögusvæðið Ingólfshöfða, sem tilnefnt er vegna fugla.

Mörk
Sandurinn milli Skeiðarárjökuls og sjávar. Að sunnanverðu um fjöru frá Núpsvötnum í vestri austur fyrir ósa Skeiðarár. Þaðan upp undir Goðafjall og að norðan liggja mörkin sunnan Háöldu og vestur að Núpsá.
Lýsing
Mikið og yfirleitt gróðurlítið sandflæmi en gróður hefur vaxið mjög á síðari árum, meðal annars er vaxandi birkikjarr á ofanverðum sandinum. Sauðfé er haldið til beitar en selveiðar eru aflagðar. Vaxandi ferðamennska. Selir liggja víða á ströndinni, á sandfjörum og við ósa jökuláa, allt frá Ingólfshöfða í austri til Skaftáróss í vestri.
Forsendur fyrir vali
Eitt helsta skúmavarp landsins og nær það alþjóðlegum verndarviðmiðum. Á svæðinu voru taldir yfir 400 selir á árunum 1980 til 1992 en árið 2017, þegar síðast var talið, voru þar 130 landselir. Á Skeiðarársandi eru jafnframt umfangsmikil útselslátur með 56% af heildarkópaframleiðslu ársins 1988. Þegar síðast var talið voru þar 99 útselskópar en árið 1985 voru taldir 506 kópar.
Fuglar - Votlendi og önnur svæði
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Skúmur (Catharacta skua) | Varp | 1418
|
1985 | 8,0
|
Selir
Nafn | Lægsti fjöldi (ár) | Hæsti fjöldi (ár) | Hæsta hlutfall af Suðurlandsstofni (ár) | Hæsta hlutfall af íslenskum stofni (%) (ár) | Núverandi hlutfall af íslenskum stofni (ár) |
---|---|---|---|---|---|
Landselur (Phoca vitulina) | 30,0 (2003)
|
642,0 (1985)
|
7,2 (1992)
|
7,2 (1989)
|
3,2 (2018)
|
Útselur (Halichoerus grypus) | 62,0 (2012)
|
506,0 (1985)
|
99,0 (1982)
|
56,2 (1988)
|
5,8 (2017)
|
Ógnir
Mikil aukning ferðamanna á Suðurlandi getur valdið truflun á lífríki.
Aðgerðir til verndar
Kortleggja þarf skúmsvarp á sandinum og huga að umgengnisreglum í kjölfarið. Nauðsynlegt getur verið að stýra umferð ferðamanna um svæðið. Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Ingólfshöfði | Friðland |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-12-03