Eystri-Rangá

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk

Tvö votlendissvæði sunnan við Eystri-Rangá, norðan og sunnan þjóðvegar 1. Markast af ánni og kvosum sem liggja undir bökkum vallarins fyrir ofan.

Lýsing

Óraskað mýrlendi með tjörnum við Eystri-Rangá upp af Djúpadal, frjósamt votlendi með ríkulegu fuglalífi, mikilvægur viðkomustaður farfugla. Veiðihús, laxveiðisvæði og sleppitjarnir við jaðar svæðisins. Landbúnaður er á jörðum í nágrenninu og búfé gengur til beitar á svæðinu. Í Langanesi við Eystri-Rangá, í landi Móeiðarhvols er lítt raskað mýrlendi með tjörnum, frjósamt votlendi með ríkulegu fuglalífi og mikilvægur viðkomustaður farfugla. Sumarhúsabyggð er austur af svæðinu í landi sveitarfélagsins. Landbúnaður er stundaður á jörðinni og á nágrannajörðum, sumarhúsabyggð, laxveiði og seyðasleppingar.

Forsendur fyrir vali

Lítt snortnir votlendisblettir með gróskumiklum mýragróðri, tjörnum og ríkulegu fuglalífi. Tengist svipuðu landi í nágrenninu við Lambhagavatn. Mikilvægar vistgerðir eru starungsmýrarvist og runnamýravist láglendis.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
< 0,01
Land
0,28

Ógnir

Framræsla, hrossabeit, umferð veiðimanna, skotveiði og framkvæmdir við ána vegna fiskræktar.

Aðgerðir til verndar

Framræsla verði ekki á svæðinu, stilla hrossabeit í hóf,  skorður við umferð og framkvæmdum.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05

Size

1,1 km2
Hlutfall land 13%
Hlutfall ferskvatn 87%