Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk
Lambhagavatn og mýrlendi austur og vestur af vatninu og til suðurs niður að Eystri-Rangá, Rangárþingi ytra.
Lýsing
Frjósamt flatlendisvatn með ríkulegu fuglalífi og sem er mikilvægur viðkomustaður farfugla á svæði þar sem lítið er um vötn og tjarnir. Nokkuð heillegt, framræst mýrlendi við vatnið og niður til Eystri-Rangár. Landbúnaður er á jörðum og beit á svæðinu.
Forsendur fyrir vali
Heillegar mýrar þar sem m.a. er að finna starungsmýravist og runnamýravist láglendis. Tengist votlendissvæðum austan við ána sem nefnt er Eystri-Rangá
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Land | < 0,01
|
||
Land | 0,10
|
Ógnir
Framræsla, hrossabeit, ræktun og skotveiði.
Aðgerðir til verndar
Frekari framræsla fari ekki fram, endurheimta votlendi ef landnýting leyfir, stilla beit hrossa og nautgripa í hóf.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26
Kortasjá
Lambhagavatn í kortasjáStærð
0,8 km2
Hlutfall land 82%
Hlutfall ferskvatn 18%