Grágæsir taldar um helgina
Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum um komandi helgi, 9.–10. nóvember 2024. Þetta er liður í vöktun grágæsastofnsins sem hófst á vegum Wildfowl & Wetlands Trust (WWT) árið 1960. Í dag hefur British Trust for Ornithology (BTO) tekið við vöktuninni.
Höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á...
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnuar verði á Akranesi.
Flýtileiðir
Vöktun náttúruverndarsvæða og lykilþátta íslenskrar náttúru
Unnið er að því að setja á laggirnar heildstæða vöktunaráætlun á landsvísu til vöktunar náttúruminja á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna. Áhersla er lögð á að vakta náttúrufarsþætti sem eru undirstaða náttúruverndargildis svæðanna, svo sem gróður, jarðminjar, fugla eða spendýr eftir því sem við á.