Sveppagreiningar

Myglusveppir innanhúss

Náttúrufræðistofnun Íslands býður upp á greiningu á myglusveppum bæði fyrir almenning og fyrirtæki og fara greiningarnar fram á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri. 

Símatími kl. 11-12 alla virka daga.

Almenningur

Þegar einstaklingur sendir sýni þarf að fylgja með sýninu eyðublað þar sem skráð er nafn, símanúmer og netfang þess sem greiðir fyrir þjónustuna og heimilisfang þar sem sýnið var tekið. Sendandi fær greiðsluupplýsingar frá stofnuninni í tölvupósti áður en kemur að greiningu sýnisins og eftir að greiðsla hefur borist inn á reikning Náttúrufræðistofnunar, ásamt kvittun á netfangið sveppagreiningar@ni.is, er sýnið greint og niðurstöður sendar í tölvupósti þegar þær liggja fyrir.

Mikilvægt er að sýnið sé vel pakkað, til dæmis í plastpoka með rennilás. Athugið að sýnið skal senda á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri.

Sveppagreining fyrir almenning er unnin samkvæmt gjaldskrá (sérfræðingur III), Náttúrufræðistofnunar og er reiknað með að það taki sérfræðing að minnsta kosti eina klukkustund að greina hvert sýni.

Fyrirtæki

Þegar fyrirtæki eða húsfélag sendir sýni skal byrja á að senda tölvupóst á netfangið sveppagreiningar@ni.is með titlinum Verkbeiðni til Náttúrufræðistofnunar ásamt útfylltu eyðublaði með nafni, kennitölu, netfangi og heimilisfangi þess sem greiðir fyrir þjónustuna og á að fá niðurstöðurnar sendar. Þegar verkbeiðnin og sýnið hefur verið móttekið fær sendandi staðfestingu um það. Greinargerð um niðurstöður greiningarinnar er send í tölvupósti.

Mikilvægt er að sýnið sé vel pakkað, til dæmis í plastpoka með rennilás. Athugið að sýnið skal senda á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri.

Sveppagreining fyrir fyrirtæki og húsfélög er unnin samkvæmt gjaldskrá (sérfræðingur I) Náttúrufræðistofnunar og er reiknað með að það taki sérfræðing að minnsta kosti eina klukkustund að greina hvert sýni.

 

Nánari upplýsingar um sveppi og myglusveppi.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |