Fréttir
-
20.12.2013
Jólakveðja frá Náttúrufræðistofnun Íslands
Jólakveðja frá Náttúrufræðistofnun Íslands
20.12.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
-
17.12.2013
Vetrarfuglatalningar 2013
Vetrarfuglatalningar 2013
17.12.2013
Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 28.– 29. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig.
-
09.12.2013
Friðun Surtseyjar á Hrafnaþingi
Friðun Surtseyjar á Hrafnaþingi
09.12.2013
Sigurður Á. Þráinsson og Guðríður Þorvarðardóttir sérfræðingar hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flytja erindi sitt Friðun Surtseyjar á Hrafnaþingi miðvikudaginn 11. desember kl. 15:15.
-
06.12.2013
Gjaldfrjáls landupplýsingagögn á vefnum
Gjaldfrjáls landupplýsingagögn á vefnum
06.12.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur í samstarfi við Landmælingar Íslands opnað fyrir niðurhalsþjónustu á gjaldfrjálsum rafrænum kortum og landupplýsingum stofnunarinnar. Til að byrja með er hægt að nálgast tvö gagnasett um jarðfræði Íslands, berggrunnskort og höggunarkort, í mælikvarða 1:600.000. Fljótlega mun gróðurkort af Íslandi, í mælikvarða 1:500.000, bætast í þjónustuna.
-
02.12.2013
Framvinda gróðurs og þróun vistkerfis í Surtsey
Framvinda gróðurs og þróun vistkerfis í Surtsey
02.12.2013
Borgþór Magnússon vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi sitt „Framvinda gróðurs og þróun vistkerfis í Surtsey“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 15:15.
-
28.11.2013
Takið þátt í könnun
Takið þátt í könnun
28.11.2013
Hafin er vinna við nýjan vef fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands. Liður í því er að kanna ánægju með núverandi vef.
-
26.11.2013
Hrafnaþing frestast um viku
Hrafnaþing frestast um viku
26.11.2013
Athygli er vakin á því að Hrafnaþing, sem vera átti á morgun, frestast um eina viku.
-
22.11.2013
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í heimsókn
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í heimsókn
22.11.2013
Í gær, fimmtudaginn 21. nóvember, kom umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í heimsókn til Náttúrufræðistofnunar Íslands til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar.
-
14.11.2013
Til hamingju Surtsey 50 ára
Til hamingju Surtsey 50 ára
14.11.2013
Þann 14. nóvember 1963 reis Surtsey úr sæ um 18 km suðvestur af Heimaey. Óljóst er hvenær eldgosið hófst í raun og veru en það gæti hafa verið fáeinum dögum fyrr. Eyjan byggðist upp af 130 metra dýpi áður en hún náði upp úr sjó. Þessi atburður vakti þegar heimsathygli.
-
13.11.2013
Norðurslóðadagur haldinn á morgun
Norðurslóðadagur haldinn á morgun
13.11.2013
Samvinnunefnd um málefni norðurslóða býður til opins Norðurslóðadags á morgun, 14. nóvember, kl. 9:00–17:30, í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4 í Reykjavík. Dagurinn er tileinkaður þátttöku íslensks vísindasamfélags í alþjóðlegri samvinnu og stefnumótun um norðurslóðir.
-
08.11.2013
Surtsey: Smádýr á landi og fuglalíf
Surtsey: Smádýr á landi og fuglalíf
08.11.2013
Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi sitt „Surtsey: Smádýr á landi og fuglalíf“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 15:15.
-
06.11.2013
Aðfluttar plöntur á Íslandi
Aðfluttar plöntur á Íslandi
06.11.2013
Nýlega luku sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands rannsóknum á aðfluttum plöntum í flóru Íslands. Niðurstöðurnar eru birtar í greininni „Alien vascular plants in Iceland: Diversity, spatial patterns, temporal trends, and the impact of climate change“ sem nýlega birtist í alþjóðlega vísindaritinu „Flora“. Þar er tilvist 336 aðfluttra plöntutegunda í landinu staðfest.
-
04.11.2013
Rekstur Náttúrufræðistofnunar á pari við samþykkta rekstraráætlun - Yfirlýsing vegna fréttar um agaleysi í rekstri ríkisstofnana
Rekstur Náttúrufræðistofnunar á pari við samþykkta rekstraráætlun - Yfirlýsing vegna fréttar um agaleysi í rekstri ríkisstofnana
04.11.2013
Í fréttum RÚV í gærkvöldi og í dag 4. nóvember er sagt frá nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem stjórnendur ríkisstofnana eru gagnrýndir fyrir skort á aga í rekstri. Í skýrslunni segir að 38% ríkisstofnana hafi farið fram úr áætlunum á fyrri hluta þessa árs. Nokkrar stofnanir eru tilgreindar sérstaklega í skýrslunni og þar á meðal Náttúrufræðistofnun Íslands, sem á að vera með „umtalsverðan greiðsluhalla í rekstri“. Þetta er rangt. Fjárhagsstaða Náttúrufræðistofnunar var á pari (innan við 2% frávik) við samþykkta rekstraráætlun fyrir árið 2013 eftir fyrstu 6 mánuði ársins.
-
29.10.2013
Jarðfræðirannsóknir í Surtsey á Hrafnaþingi
Jarðfræðirannsóknir í Surtsey á Hrafnaþingi
29.10.2013
Sveinn P. Jakobsson jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt Jarðfræðirannsóknir í Surtsey: Myndun móbergs og sjávarrof á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 30. október kl. 15:15.
-
29.10.2013
Alþjóðleg melrakkaráðstefna heppnaðist vel
Alþjóðleg melrakkaráðstefna heppnaðist vel
29.10.2013
Dagana 11.-13. október s.l. var haldin alþjóðleg ráðstefna um líffræði melrakkans á Hótel Núpi í Dýrafirði. Fjallað var um rannsóknir á melrakka frá ólíkum sjónarmiðum og ýmsum sviðum líffræðinnar og var ráðstefnan vel sótt af vísindamönnum víða að úr heiminum.
-
22.10.2013
Suðrænn gestur Náttúrufræðistofnunar Íslands
Suðrænn gestur Náttúrufræðistofnunar Íslands
22.10.2013
Síðdegis mánudaginn 21. október tyllti sér herfugl á stein undir gluggavegg á húsi Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti. Herfugl er fágætur flækingsfugl hér á landi sem kemur frá Suður-Evrópu þar sem hann er algengur. Þetta er fimmtánda skiptið sem tegundin sést hér á landi.
-
14.10.2013
Hrafnaþing hefst á ný
Hrafnaþing hefst á ný
14.10.2013
Dagskrá Hrafnaþings fyrir haustmisseri 2013 hefur verið birt á vef stofnunarinnar. Haldin verða fimm erindi og fjallar það fyrsta um þungmálma og brennistein í mosa á Íslandi. Fjögur erindi verða hins vegar tileinkuð Surtsey því þann 14. nóvember verða liðin 50 ár frá því Surtseyjargos hófst.
-
30.09.2013
Rjúpur á Vísindavöku
Rjúpur á Vísindavöku
30.09.2013
Það voru margir sem heimsóttu sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var 27. september síðastliðinn. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína með sýningunni Rjúpur.
-
26.09.2013
Rjúpan á Vísindavöku 2013
Rjúpan á Vísindavöku 2013
26.09.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur í áttunda sinn þátt í Vísindavöku Rannís sem verður haldin næstkomandi föstudag, 27. september, í Háskólabíói. Yfirskrift sýningarinnar að þessu sinni er Rjúpan, þar sem fram fer kynning á íslensku rjúpunni og umfangsmiklum rannsóknum á rjúpnastofninum.
-
25.09.2013
Rjúpnaveiði 2013
Rjúpnaveiði 2013
25.09.2013
Umhverfisráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða 2013 og fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði upp á 42.000 fugla. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir 6 til 7 rjúpum á hvern veiðimann.
-
20.09.2013
Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir
Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir
20.09.2013
Dagana 11.-13. október n.k. verður haldin alþjóðleg ráðstefna um melrakka á Hótel Núpi í Dýrafirði. Melrakkasetur Íslands hefur umsjón með ráðstefnunni í samstarfi við Náttúrustofa Vestfjarða, Háskóla Íslands, Vesturferðir, Borea Adventures og Náttúrufræðistofnun Íslands.
-
12.09.2013
Náttúrugripagreining á degi íslenskrar náttúru
Náttúrugripagreining á degi íslenskrar náttúru
12.09.2013
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn mánudaginn 16. september næstkomandi. Í tilefni af deginum ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að bjóða upp á náttúrugripagreiningar á starfsstöðvum sínum í Garðabæ og á Akureyri.
-
09.09.2013
Varði doktorsritgerð í dýravistfræði í um íslensku kríuna
Varði doktorsritgerð í dýravistfræði í um íslensku kríuna
09.09.2013
Freydís Vigfúsdóttir líffræðingur varði doktorsritgerð sína Drivers of productivity in a subarctic seabird: Arctic Terns in Iceland 14. febrúar s.l. við University of East Anglia í Norwich, Englandi. Prófdómari var Dr. Keith Hamer, Leeds University.
-
04.09.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands tók þátt í Akureyrarvöku 2013
Náttúrufræðistofnun Íslands tók þátt í Akureyrarvöku 2013
04.09.2013
Á Akureyrarvöku sem haldin var um síðustu helgi var boðið upp á vísindakynningu, sem valdar stofnanir á svæðinu tóku þátt í, m.a. Náttúrufræðistofnun Íslands. Sýningin tókst mjög vel, aðsókn var góð og líklegt að um árvissan viðburð verði að ræða héðan í frá.
-
03.09.2013
Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn
Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn
03.09.2013
Í gær, mánudaginn 2. september, heimsótti Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Náttúrufræðistofnun Íslands. Með honum í för voru aðstoðarkona hans, ráðuneytisstjóri, upplýsingafulltrúi og skrifstofustjóri skrifstofu landgæða hjá ráðuneytinu.
-
26.08.2013
Birkifeti skaðar bláberjalyng
Birkifeti skaðar bláberjalyng
26.08.2013
Undanfarin sumur hefur birkifeti gengið hart að bláberjalyngi víða á norðan- og norðvestanverðu landinu, svo hart að hann hefur étið upp allt hold laufblaðanna og skilið við lyngbrekkur sölnaðar yfir að líta. Við slíkar hamfarir verður berjaspretta lítil sem engin. Því hefur verið fleygt fram í fjölmiðlafréttum að nú sé betri tíð án birkifeta. Er það svo?
-
23.08.2013
Folaflugusprengja!
Folaflugusprengja!
23.08.2013
Risastórar hrossaflugur vekja á sér athygli þessa dagana á húsveggjum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þetta er svokölluð folafluga. Hún er miklum mun stærri en þær sem við áttum að venjast fram að því að hún birtist hér á landi undir aldamótin síðustu, þá fyrst í Hveragerði. Frá því að hún sást fyrst í höfuðborginni 2010 hefur henni fjölgað með ári hverju og virkilega náð að springa út í sumar. Auk þess er hún að færa út kvíarnar.
-
20.08.2013
Vísindatilraun á Vaðlaheiði
Vísindatilraun á Vaðlaheiði
20.08.2013
Á Vaðlaheiði fer nú fram rannsókn á aðlögunarhæfni toppasteinbrjóts á vegum Náttúrugripasafns Lúxemborgar. Náttúrufræðistofnun Íslands kemur að verkefninu.
-
13.08.2013
Er pardussnigillinn í okkar liði?
Er pardussnigillinn í okkar liði?
13.08.2013
Sniglar verða seint taldir til þokkafyllri smádýra. Mörgum finnst eitthvað fráhrindandi við þessa slímugu skemmdarvarga nema þeir skreyti sig með fallegum kuðungi. Kuðungur bætir í það minnsta ímynd útlitsins. Um þessar mundir er gósentíð sniglanna í görðum okkar og er því ekki úr vegi að velta þeim aðeins fyrir sér. Pardussnigillinn stóri er einn nýju landnemanna. Sennilega eigum við þar hauk í horni.
-
12.08.2013
Surtsey 50 ára: Alþjóðleg vísindaráðstefna 12.-15. ágúst í Reykjavík
Surtsey 50 ára: Alþjóðleg vísindaráðstefna 12.-15. ágúst í Reykjavík
12.08.2013
Dagana 12.-15. ágúst verður haldin í Reykjavík 50 ára afmælis- og vísindaráðstefna Surtseyjar. Það er Surtseyjarfélagið sem stendur að ráðstefnunni ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun, Jarðvísindastofnun Háskólans, Landbúnaðarháskóla Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Suðurlands og Rannís. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Hilton Nordica að Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
-
12.08.2013
Frjótölur í Garðabæ með hærra móti það sem af er sumri
Frjótölur í Garðabæ með hærra móti það sem af er sumri
12.08.2013
Í Garðabæ reyndist heildarfjöldi frjókorna í júlí vera talsvert meiri en árin 2011 og 2012. Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna í júlí í meðallagi en fjöldi grasfrjóa var aðeins undir meðallagi.
Búast má við því að ágúst verði
aðal grasmánuðurinn á Akureyri. -
08.08.2013
Surtseyjarleiðangrar Náttúrufræðistofnunar Íslands 2013
Surtseyjarleiðangrar Náttúrufræðistofnunar Íslands 2013
08.08.2013
Nýafstaðnir eru sumarleiðangrar líffræðinga og jarðfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar en þeir voru skipulagðir í samvinnu við Surtseyjarfélagið, Landbúnaðarháskóla Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands og Íslenskar Orkurannsóknir. Einnig tóku þátt í leiðöngrunum nokkrir erlendir vísindamenn og háskólanemar sem vinna að rannsóknaverkefnum er tengjast Surtsey. Líffræðingar dvöldu í eynni 15. – 18. júlí en jarðfræðingar 18. – 23. júlí.
-
18.07.2013
Frjótími grasa er hafinn
Frjótími grasa er hafinn
18.07.2013
Frjótala grasa hefur sveiflast mikið á höfuðborgarsvæðinu en margar tegundir grasa eru nú þegar blómgaðar en rigningin sér um að hreinsa loftið. Því er mikið um frjókorn í loftinu þegar veður er þurrt og hlýtt en frjótalan lækkar þegar rakstig loftsins hækkar og lofthiti fer undir 10°C.
-
10.07.2013
Samantekt fuglamerkinga 2011 og 2012
Samantekt fuglamerkinga 2011 og 2012
10.07.2013
Teknar hafa verið saman niðurstöður fuglamerkinga fyrir árin 2011 og 2012. Árið 2012 merktu fjörutíu og fimm aðilar alls 10.109 fugla af 70 tegundum og tilkynnt var um 509 endurheimtur íslenskra merkja (439 innanlands og 70 erlendis) auk 88 erlendra merkja. Árið 2011 voru merktir alls 12.158 fuglar af 84 tegundum. Þá var tilkynnt um 556 endurheimtur íslenskra merkja (510 innanlands og 46 erlendis), auk 109 erlendra merkja.
-
04.07.2013
Dagmálatjörní Biskupstungum – 15 árum eftir endurheimt
Dagmálatjörní Biskupstungum – 15 árum eftir endurheimt
04.07.2013
Nýlegt úttekt á Dagmálatjörn í Biskupstungum, sem endurheimt var árið 1998, leiddi í ljós að ástand hennar er gott, tjörnin hefur viðhaldist, gróskumikill votlendisgróður er við hana og fuglalíf dafnar. Það stingur hins vegar í stúf að með skógræktaraðgerðum hefur kjarr- og mýrlendisgróðri verið eytt með plöntueitri á allstóru svæði austan tjarnarinnar og sitkagreni plantað í landið. Spyrja má hvort hernaðurinn gegn landinu standi enn yfir.
-
27.06.2013
Frjótíma birkis að ljúka
Frjótíma birkis að ljúka
27.06.2013
Nú í júnílok er frjótíma birkis að ljúka. Heildfjöldi birkifrjóa er mun hærri í Garðabæ í ár miðað við árin 2011-2012 og á Akureyri er fjöldinn nú þegar kominn yfir meðaltal áranna 1998-2012.
-
14.06.2013
Fræðslubæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil
Fræðslubæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil
14.06.2013
Kominn er út bæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil en plönturnar eru fyrstu dæmin um ágengar, framandi plöntutegundir sem breiðast út hér á landi. Bæklingurinn er gefinn út í samvinnu Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í honum er stuttlega komið inn á einkenni tegundanna, áhrif þeirra á vistkerfi landsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr útbreiðslu þeirra.
-
11.06.2013
Rjúpnatalningar 2013
Rjúpnatalningar 2013
11.06.2013
Árlegum rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands er lokið. Talningasvæðin, sem í ár voru 42, eru dreifð í öllum landshlutum og ná til um 3% af grónu landi neðan 400 m hæðarlínu. Rjúpnatalningarnar eru unnar í samvinnu við náttúrustofur landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarð, Fuglavernd, Skotvís og áhugamenn. Um 60 manns tóku þátt í talningunum.
-
05.06.2013
Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir sérfræðingi í flokkunarfræði mosa
Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir sérfræðingi í flokkunarfræði mosa
05.06.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í flokkunarfræði mosa. Ráðið verður í stöðuna í að minnsta kosti 18 mánuði, með möguleika á framlengingu og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem allra fyrst.
-
03.06.2013
Mat á líffræðilegri fjölbreytni Norðurslóða
Mat á líffræðilegri fjölbreytni Norðurslóða
03.06.2013
Nýlega voru gefnar út á vegum CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) og Norðurskautsráðsins þrjár skýrslur sem eru afurð verkefnisins Arctic Biodiversity Assessment. Í skýrslunum, sem byggja á vísindalegum athugunum og þekkingu frumbyggja á Norðurslóðum, er staða lífríkisins metin og fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað, ásamt því sem gerðar eru tillögur til stefnumótenda um hvernig beri að vernda lífríkið.
-
30.05.2013
Framundan er tími garðaúðunar
Framundan er tími garðaúðunar
30.05.2013
Á hverju vori kemur upp umræða um eiturúðun gegn meindýrum í görðum, hversu þörf hún er, hvort hún sé nauðsynleg og hvort rétt sé að henni staðið. Svörin við þessu eru ekki einföld og sýnist reyndar sitt hverjum. Allir ættu þó að vera sammála um að notkun eiturefna almennt í umhverfi okkar ætti ekki að vera sjálfsagður hlutur. Garðeigendur eru hvattir til að velta fyrir sér hvað eiturherferð í garðinum inniber áður en látið er til skarar skríða.
-
27.05.2013
Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir spendýrafræðingi
Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir spendýrafræðingi
27.05.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða spendýrafræðing til starfa við stofnunina í Garðabæ.
-
16.05.2013
Búrfellshraun – Málþing til minningar um Guðmund Kjartansson jarðfræðing
Búrfellshraun – Málþing til minningar um Guðmund Kjartansson jarðfræðing
16.05.2013
Þriðjudaginn 21. maí 2013 verður haldið málþing tileinkað minningu Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings en síðasta rannsóknarverkefni hans var aldursgreining og kortlagning Búrfellshrauns sem er samheiti á mörgum hraunum í Garðabæ og Hafnarfirði og runnið hafa frá Búrfellsgíg til sjávar. Guðmundur lést árið 1972.
-
14.05.2013
Birkikemban vekur á sér athygli
Birkikemban vekur á sér athygli
14.05.2013
Birkikemba er smávaxið fiðrildi sem borist hefur til landsins á seinni árum og náð fótfestu í görðum okkar. Fiðrildin eru árrisul, fara á stjá í apríl og hverfa að mestu upp úr miðjum maí. Á þessum tíma ber einna mest á þeim sitjandi á húsveggjum og er fjöldinn stundum umtalsverður. Þessi litlu fiðrildi vekja athygli margra á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana og berast Náttúrufræðistofnun Íslands í auknum mæli með hverju árinu sem líður.
-
06.05.2013
Sveppir í Heimaey og Surtsey sumarið 2010 á Hrafnaþingi
Sveppir í Heimaey og Surtsey sumarið 2010 á Hrafnaþingi
06.05.2013
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi sitt Sveppir í Heimaey og Surtsey sumarið 2010 á Hrafnaþingi miðvikudaginn 8. maí kl. 15:15.
-
19.04.2013
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2013
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2013
19.04.2013
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 20. sinn föstudaginn 12. apríl s.l. á Hótel Natura. Fundurinn var vel sóttur, þar voru haldin ávörp og erindi um ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni.
-
10.04.2013
Kortlagning á útbreiðslu gróðurelda
Kortlagning á útbreiðslu gróðurelda
10.04.2013
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins hafa skoðað og kortlagt þrjú svæði þar sem sinueldar komu upp í lok mars síðastliðnum, í Gröf í Lundarreykjadal, Hvammi í Skorradal og við eyðibýlið Merkihvol í Landsveit. Bruninn í Gröf var langumfangsmestur en þar fór eldur yfir tæplega 40 hektara, við Merkihvol brunnu um 2 hektarar og innan við hálfur hektari í Hvammi.
-
08.04.2013
Þrjú ný Ramsarsvæði
Þrjú ný Ramsarsvæði
08.04.2013
Nýlega samþykkti Ramsarsamningurinn þrjú ný svæði á Íslandi inn á alþjóðlega votlendisskrá sína. Það eru verndarsvæði blesgæsa í Andakíl við Hvanneyri, friðland í Guðlaugstungum og Snæfells- og Eyjabakkasvæðið.
-
03.04.2013
Vorboði í Garðabæ
Vorboði í Garðabæ
03.04.2013
Það er ekki laust við að vorhugur sé kominn í starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ enda hefur góður vorboði gert vart við sig í Búrfellshrauni norðan við húsakynni stofnunarinnar.
-
02.04.2013
Sveppir og fléttur á Hrafnaþingi
Sveppir og fléttur á Hrafnaþingi
02.04.2013
Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt Sveppur á fléttu ofan, fléttuháðir sveppir og fjölbreytni þeirra! á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. apríl kl. 15:15.
-
18.03.2013
Útbreiðsla og fæða hvala á Hrafnaþingi
Útbreiðsla og fæða hvala á Hrafnaþingi
18.03.2013
Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, flytur erindi sitt Nýlegar breytingar á útbreiðslu og fæðu hvala við Ísland: Áhrif loftslagsbreytinga? á Hrafnaþingi miðvikudaginn 20. mars kl. 15:15.
-
08.03.2013
Sverðnykraer ný háplöntutegund í flóru Íslands
Sverðnykraer ný háplöntutegund í flóru Íslands
08.03.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á að ný háplöntutegund, sverðnykra, hefur bæst við flóru landsins. Starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs fundu tegundina síðastliðið sumar er þeir voru við rannsóknir í Berufjarðarvatni nærri Bjarkalundi í Reykhólahreppi. Staðfesting á tegundagreiningunni fékkst nú á dögunum.
-
06.03.2013
Hrafnaþingi frestað til morguns
Hrafnaþingi frestað til morguns
06.03.2013
Vegna veðurs hefur Hrafnaþingi, sem vera átti í dag, verið frestað til morguns, fimmtudagsins 7. mars. Þorkell Lindberg Þórarinsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, mun flytja erindi sitt Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða og hefst það kl. 15:15.
-
04.03.2013
Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða á Hrafnaþingi
Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða á Hrafnaþingi
04.03.2013
Þorkell Lindberg Þórarinsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 6. mars, flytja erindið Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða.
-
27.02.2013
Vorboði lítur dagsljósið
Vorboði lítur dagsljósið
27.02.2013
Fyrirboðar vorsins eru af ýmsu tagi og eiga flestir sína uppáhalds vorboða. Einn þeirra tryggu er ánamaðkurinn grááni, þó ekki sé hann hafður á hvers manns vörum. Nýliðna helgi þótti honum tímabært orðið að skríða upp úr moldinni, e.t.v. einum of snemma.
-
21.02.2013
Surtsey 50 ára
Surtsey 50 ára
21.02.2013
Í nóvember á þessu ári verða liðin 50 ár frá því að neðansjávargos hófst við Vestmannaeyjar og Surtsey myndaðist. Í tilefni þess mun Surtseyjarfélagið ásamt fleirum, þar á meðal Náttúrufræðistofnun Íslands, standa fyrir alþjóðlegri afmælis- og vísindaráðstefnu í Reykjavík, dagana 12.-15. ágúst 2013.
-
19.02.2013
Botnlægir hryggleysingjar í Norður-Íshafi á Hrafnaþingi
Botnlægir hryggleysingjar í Norður-Íshafi á Hrafnaþingi
19.02.2013
Guðmundur Guðmundsson, flokkunarfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 20. febrúar, flytja erindið Tegundafjölbreytni botnlægra hryggleysingja í Norður-Íshafi.
-
11.02.2013
Eldstöðvakerfið við Krýsuvík á Hrafnaþingi
Eldstöðvakerfið við Krýsuvík á Hrafnaþingi
11.02.2013
Sigmundur Einarsson og Kristján Jónasson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, munu á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 13. febrúar, flytja erindið Eldstöðvakerfið við Krýsuvík og tengslin við höfuðborgarsvæðið. -
24.01.2013
Vöktun íslenskra fuglastofna
Vöktun íslenskra fuglastofna
24.01.2013
Náttúrufræðistofnun hefur nýlega gefið út skýrslu um vöktun á stofnum 82 tegunda íslenskra fugla, þ.e. árvissra varpfugla, fargesta og vetrargesta. Skýrslan, sem ber heitið Vöktun íslenskra fuglastofna: forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun, er unnin í samráði við alla þá sem sinna vöktun fugla hér á landi.
-
18.01.2013
Fyrsta Hrafnaþingið á nýju ári
Fyrsta Hrafnaþingið á nýju ári
18.01.2013
Trausti Baldursson, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 23. janúar, flytja erindi sitt Natura Ísland 2012-2015 - Flokkun vistgerða og kortlagning búsvæða dýra og plantna.
-
14.01.2013
Styrkur til rannsókna á eldstöðvakerfi Bárðarbungu
Styrkur til rannsókna á eldstöðvakerfi Bárðarbungu
14.01.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands hlaut í nóvemberlok styrk upp á 1.292.316 krónur til verkefnis er varðar eldstöðvakerfi Bárðarbungu. Styrkurinn er veittur af Vinum Vatnajökuls, hollvinasamtökum Vatnajökulsþjóðgarðs.