Skúfþangsfjörur
Skúfþangsfjörur
F1.33
EUNIS-flokkun
Nýr flokkur, tillaga. A1.25 Fucus distichus on moderate/high energy littoral rock.
Skúfþangsfjörur

Skúfþangsfjara í Mannfallsvík á Snæfellsnesi. – Fucus distichus on moderate/high energy littoral rock at Snæfellsnes peninsula.

Skúfþang á Vestfjörðum. Kræklingur, hrúðurkarlar og aðrar tegundir sem þola vel brim eru talsvert áberandi. – Fucus distichus on moderate/high energy littoral rock in the Westfjords. Blue mussel, barnacles and other sea-wave tolerant species are often conspicuous in this shore type.
Lýsing
Þangfjörur þar sem skúfþang er áberandi og þekur meira en þriðjunginn af fjörubeðinum. Klóþang og bóluþang vantar að mestu eða öllu leyti og skúfþangið myndar því oft hlutfallslega breiðara belti en ríkjandi þangtegundir í öðrum vistgerðum. Skúfþangsfjörur eru þar sem brims gætir talsvert eða mikið, einkum ef það nær að hreyfa undirlagið. Tegundaauðgi dýra og þörunga er minni en í öðrum þangfjörum og tegundir í skúfþangsfjöru þola töluvert brim, eins og hrúðurkarl og kræklingur. Brimúðabeltið ofan við þangið, þar sem fjörusvertan ríkir, er oft sérlega víðáttumikið. Þar má oft finna fjörupolla langt ofan flæðarmáls með hafrænum þörunga- og dýrategundum.
Fjörubeður
Klappir, stórgrýti, hnullungar, steinvölur.
Fuglar
Nokkuð af fuglum leitar ætis, aðallega sendlingur.
Líkar vistgerðir
Brimasamar hnullungafjörur, hrúðurkarlafjörur, bóluþangsfjörur og sagþangsfjörur.
Útbreiðsla
Allt í kringum landið, einkum á norður- og austurströndinni.
Verndargildi
Miðlungs.

Þekkt útbreiðsla skúfþangsfjara er minni en 1% (3 km2) af fjörum landsins. Þær eru þó á nokkrum stöðum talsvert víðáttumiklar. – Moderate/high energy littoral rock shores, dominated by Fucus distichus, cover less than 1% (3 km2) of the coast, but may though cover in a few places wide stretches of the sea-shore.
Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Klapparþang | Fucus spiralis | Doppur | Littorina spp. |
Bóluþang | Fucus vesiculosus | Baugasnotra | Onoba aculeus |
Skúfþang | Fucus distichus | Mærudoppa | Skeneopsis planorbis |
Fjörugrös | Chondrus crispus | Hrúðurkarl | Semibalanus balanoides |
Söl | Palmaria palmata | Kræklingur | Mytilus edulis |
Steinskúfur | Cladophora rupestris | Mæruskel | Turtonia minuta |
Hrossaþari | Laminaria digitata | Fjöruflær | Gammarus spp. |
Þanglýs | Idotea spp. | ||
Fjörulýs | Jaera spp. |

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).
Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).