
Útbreiðsla
Grágæs verpur í Evrópu og Asíu austur til Kína og er hér algengur og útbreiddur varpfugl á láglendi. Hún er hlutfallslega algengust í hrísmýrum og öðru mýrlendi og á grónum áreyrum við stórfljót á NA- og Austurlandi (Tómas G. Gunnarsson o.fl. 2008) og í Breiðafjarðareyjum (Þorvaldur Björnsson, pers. uppl.). Er farfugl að mestu og heldur til á Bretlandseyjum á vetrum.
Stofnfjöldi
Stofninn hefur verið vaktaður á Bretlandseyjum síðan um 1960 og einnig hérlendis síðan 2004 eftir að utanferðir fuglanna drógust fram á haustið. Grágæsum fjölgaði hratt fram undir 1990, fækkaði þá nokkuð, fjölgaði síðan í fyrra horf. Stofnstærð hefur lítið breyst frá 2000 og verið um eða innan við 100 þúsund fuglar samkvæmt talningum um miðjan nóvember ár hvert (Mitchell 2016).
Válistaflokkun
NT (í yfirvofandi hættu)
Ísland | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|
NT | LC | LC |
Forsendur flokkunar
Kynslóðalengd (IUCN): 11,6 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1981–2016
Í nóvember á hverju ári eru framkvæmdar heildartalningar á grágæsum þar sem talið er á Íslandi, í Færeyjum og Bretlandi (Woodward et.al. 2024). Þessar talningar hafa sýnt að grágæs hefur fækkað um 27% á árunum 1995-2022, sem framreiknað til 2024 myndi þýða 28% heildarfækkun eða 1,2% á ári. Samkvæmt þessu flokkast grágæs í nokkurri hættu (NT).
Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)
Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)
Eldri válistar
Válisti 2000: Grágæs var flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU).
Válisti 2018: Grágæs var ekki metin í hættu (LC).
Verndun
Grágæs er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Veiðirétthafa er heimilt að taka grágæsaregg, en þá skulu eigi færri en tvö egg skilin eftir í hreiðri.
Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða grágæs frá 20. ágúst til 15. mars.
Mikilvæg svæði
Ferns konar mikilvæg svæði koma til álita fyrir grágæs, þ.e. varpsvæði, vetrarstöðvar, viðkomustaðir (sjá kort 1 og 2) og fjaðrafellistöðvar (sjá kort 3), og skarast þau mörg hver.
Hliðstæð vandkvæði eru að meta þýðingu einstakra varpsvæða fyrir grágæsir og eiga við um álft og heiðagæs því hlutfall varppara er óþekkt. Hér er gert ráð fyrir að ²/3 stofnsins séu varpfuglar, sbr. vinnureglu Wetlands International (2016). Aðeins eru tölulegar upplýsingar sem nægja til að flokka tvö mikilvæg varpsvæði grágæsar (sjá töflu 1). Væntanlega má hér bæta við Skagafirði og Suðurlandsundirlendi.
Grágæsir hafa til skamms tíma verið algerir farfuglar en staðbundinn stofn byggðist upp á Innnesjum eftir 1960, afkomendur gæsa á Tjörninni í Reykjavík. Nokkur þúsund fuglar hafa haldið til vetrarlangt á kornökrum í Melasveit og á Suðurlandi á undanförnum árum og voru þeir flestir í janúar 2017 eða um 11 þúsund (Náttúrufræðistofnun vetrarfuglatalningar, Tómas G. Gunnarsson, óbirt heimild).
Grágæs dreifist mjög víða um ræktarland á vorin og virðast varpfuglar dreifast fljótlega í varplöndin (Halldór Walter Stefánsson 2016). Síðsumars og á haustin safnast hún hins vegar á færri staði og er þá oft í mjög stórum hópum (allt að 8.000 fuglar, Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn). Yfir 40% stofnsins hafa t.d. viðdvöl á Suðurlandsundirlendi í október (sjá töflu 2)
Margir fjaðrafellistaðir hafa verið alþjóðlega mikilvægir fyrir grágæs (sjá kort 3) og hafa um 30% stofnsins fellt þar fjaðrir frá aldamótum (sjá töflu 3).
A4 i: Evrópa = 13.000 fuglar/birds; 4.333 pör/pairs (Wetlands International 2016, uppfært/updated)
B1 i: Ísland/Bretlandseyjar = 1.000 fuglar/birds; 333 pör/pairs (Wetlands International 2016, uppfært/updated)
Töflur
Tafla 1: Grágæsavarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Anser anser in important bird areas in Iceland.
Svæði Area | Svæðisnúmer Area code | Árstími Season | Fjöldi (pör) Number (pairs) | Ár Year | % af íslenskum stofni % of Icelandic popul. | Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Breiðafjörður1 | FG-V_11 | B | 1.700 | 1997 | 6,4 | B1i |
Úthérað2 | VOT-A_3 | B | 1.600 | 2000 | 6 | B1i |
Alls–Total | (3.300) | (12,4) | ||||
1Ólafur Einarsson 2000 2Guðmundur A. Guðmundsson o.fl. 2001 |
Tafla 2: Fjöldi grágæsa á tveimur alþjóðlega mikilvægum viðkomusvæðum – Number of Anser anser in two important staging areas in Iceland.
Svæði Area | Svæðisnúmer Area code | Árstími Season | Fjöldi (fuglar) Number (birds) | Ár Year | % af íslenskum stofni % of Icelandic popul. | Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Úthérað1 | VOT-A_3 | P | 7.517 | 2012 | 7,5 | B1i |
Suðurlandsundirlendi2 | VOT-S_3 | P | 40.234 | 2013 | 40,2 | A4i, A4iii, B1i |
1Halldór Walter Stefánsson 2016 2Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data |
Tafla 3: Mikilvægir fjaðrafellistaðir fyrir grágæsir – Moulting sites that are important for Anser anser in Iceland.
Svæði Area | Svæðisnúmer Area code | Árstími Season | Fjöldi (fuglar) Number (birds) | Ár Year | % af íslenskum stofni % of Icelandic popul.* | Alþjóðlegt mikilvægi International importance | |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Álftanes–Skerjafjörður1 | FG-V_2 | N | 1.200 | 2014 | 1,3 | B1i | |
Breiðafjörður2 | FG-V_11 | N | 2.500 | 1997 | 3,1 | B1i | |
Láglendi Skagafjarðar3 | VOT-N_6 | N | 5.000 | 2002 | 6,2 | B1i | |
Miklavatn í Fljótum4 | VOT-N_7 | N | 1.108 | 2011 | 1,0 | B1i | |
Sandur–Sílalækur5 | VOT-N_8 | N | 3.000 | 2000 | 3,7 | B1i | |
Öxarfjörður4 | VOT-N_12 | N | 3.000 | 2015 | 3,3 | B1i | |
Melrakkaslétta4 | FG-N_4 | N | 4.029 | 2011 | 3,7 | B1i | |
Úthérað6 | VOT-A_3 | N | 7.700 | 2005 | 8,6 | B1i | |
Breiðamerkursandur7 | VOT-A_5 | N | 3.000 | 1970 | 5,0 | B1i | |
*Miðað við stofnstærð á hverjum tíma/Based on population size in a given year. Byggt á/From Wetlands International (2016). 1Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson 2015 2Ólafur Einarsson 2000 3Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data 4Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data 5Einar Ó. Þorleifsson, gögn/unpubl. data 6Halldór W. Stefánsson 2014 7Hálfdán Björnsson 1976 |
Myndir




Heimildir
Guðmundur A. Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður H. Magnússon, Kristbjörn Egilsson, Halldór Walter Stefánsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2001. Kárahnjúkavirkjun: áhrif breytinga á vatnafari Jökulsár á Dal og Lagarfljóts á gróður, fugla og seli. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-01005. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Halldór Walter Stefánsson 2014. Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á grágæsir. Náttúrustofa Austurlands, NA-140139. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.
Halldór Walter Stefánsson 2016. Íslenski grágæsastofninn 2012: fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi. Náttúrustofa Austurlands, NA-160156. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.
Hálfdán Björnsson 1976. Fuglalíf í Öræfum, A.-Skaft. Náttúrufræðingurinn 46 (1–2): 56–104.
Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson 2015. Fuglalíf á Álftanesi: fuglar í fjörum, á grunnsævi, tjörnum og túnum 2014. Unnið fyrir Garðabæ. http://www.gardabaer.is/library/Files/Umhverfismal/Fuglatalning/%C3%81lftanes_sk%C3%BDrsla2014%20fuglal%C3%ADf%20n%C3%BD.pdf [skoðað 15.5.2017].
Mitchell, C. 2016. Status and distribution of Icelandic-breeding geese: results of the 2015 international census. Slimbridge: Wildfowl & Wetlands Trust Report.
Ólafur Einarsson 2000. Iceland. Í Heath, M.F. og M.I. Evans, ritstj. Important Bird Areas in Europe: Priority sites for conservation. Volume I – Northern Europe, bls. 341–363. Cambridge: BirdLife International.
Tómas G. Gunnarsson, Graham F. Appleton, Arnþór Garðarsson, Hersir Gíslason og Jennifer A. Gill 2008. Búsvæðaval og vernd grágæsa á láglendi. Bliki 29: 1–8.
Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016]
Höfundur
Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018
Aldís Erna Pálsdóttir apríl 2025
- Tegund (Species)
- Grágæs (Anser anser)
English Summary
The late-autumn population of the Icelandic Anser anser population is approx.100,000 birds. The number of breeding pairs is unknown and regional distribution of breeding pairs and moulting birds is only known for a few areas. Two breeding areas are tentatively designated IBAs and 8 moulting sites.
Icelandic Red list 2025: Near threathened (NT).