Látrabjarg

SF-V 13

Hnit – Coordinates: N65,49244, V24,44002
Sveitarfélag – Municipality: Vesturbyggð
IBA-viðmið – Category: A4i, A4ii, A4iii, B1i, B1ii, B2
Stærð – Area: 1.822 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Látrabjarg stendur yst við Breiðafjörð norðanverðan og er vestasti tangi landsins. Það markast af Keflavík í austri og Bjargtöngum í vestri. Bjargið er 14 km langt og hæst 444 m y.s. Suðurhlíð bjargsins er sums staðar mjög sæbrött, annars staðar er hún víða með grasi grónum beltum.

Látrabjarg er stærsta fuglabjarg í Evrópu og nokkrar tegundir ná alþjóðlegum verndarviðmiðum. Þar er m.a. að finna mestu álkubyggð í heimi (160.968 pör; hefur fækkað mikið). Einnig er mikið af langvíu (225.912 pör), stuttnefju (118.034 pör), fýl (99.894 pör), lunda (50.000 pör) og ritu (32.028 pör). Auk ofangreindra tegunda er þarna að finna tæp 3% íslenska toppskarfsstofnsins (124 pör).

Látrabjarg er á náttúruminjaskrá og hefur um nokkurt skeið verið unnið að friðlýsingu þess. Svæðið er einnig á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar í Látrabjargi – Key bird species breeding in Látrabjarg

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Fýll1 Fulmarus glacialis Varp–Breeding 99.894 2009 8,3 A4ii, B1ii, B2
Toppskarfur2 Phalacrocorax aristotelis Varp–Breeding 124 2007 2,5  
Rita3 Rissa tridactyla Varp–Breeding 32.028 2007 5,5 A4i, B1i, B2
Langvía4 Uria aalge Varp–Breeding 225.912 2006–2007 32,7 A4ii, B1ii, B2
Stuttnefja4 Uria lomvia Varp–Breeding 118.034 2006–2007 35,8 A4ii, B1ii
Álka4 Alca torda Varp–Breeding 160.968 2006–2007 51,3 A4ii, B1ii, B2
Lundi5 Fratercula arctica Varp–Breeding 50.000 2000   B1ii, B2
Alls–Total     736.960     A4iii
¹Arnþór Garðarsson, Kristján Lilliendahl og Guðmundur A. Guðmundsson 2019. Fýlabyggðir á Íslandi 2013–2015. Bliki 33: 1–14.
²Arnþór Garðarsson og Ævar Petersen 2009. Íslenski toppskarfsstofninn. Bliki 30: 9–26.
3Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2013. Framvinda íslenskra ritubyggða. Bliki 32: 1–10.
4Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2019. Svartfugl í íslenskum fuglabjörgum 2006–2008. Bliki 33: 35–46.
5Ýmsir heimildir – Various sources.

English summary

Látrabjarg sea cliff, NW-Iceland, hosts internationally important numbers of Fulmarus glacialis (99,894 pairs), Rissa tridactyla (32,028 pairs), Uria aalge (225,912 pairs), Uria lomvia (118,034 pairs), Alca torda (160,968 pairs) and Fratercula arctica (50,000 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer