Frjómælingar í ágúst

Í ágúst var fjöldi frjókorna á Akureyri langt yfir meðaltali en í Garðabæ var fjöldinn rétt undir meðaltali.

Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna 2.237 frjó/m3 sem er hátt yfir meðaltali áranna 1998–2022 sem er 974 frjó/m3. Á þeim 26 árum sem mælingar hafa staðið yfir á Akureyri hafa aldrei áður mælst fleiri frjókorn í ágústmánuði. Frjókorn voru nær samfellt í lofti allan mánuðinn og voru grasfrjó um 98% allra frjókorna eða 2.193 frjó/m3. Súrufrjó mældust 11 frjó/m3 en minna mældist af öðrum tegundum frjókorna.

Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna 418 frjó/m3 sem er rétt undir meðaltali áranna 2011–2022 sem er 434 frjó/m3. Frjó mældust flesta daga mánaðarins og var þar mest um að ræða grasfrjó sem voru tæp 86% allra frjókorna eða 359 frjó/m3. Súrufrjó voru fá eða 9 frjó/m3 en af öðrum tegundum frjókorna mældist minna.

Fréttatilkynning um frjómælingar ágúst 2023 (pdf)

Frjókornaspá

Sjálfvirkur frjókornamælir á Akureyri

Nánar um frjómælingar