Skriða féll úr Urðarbotni. – Ljósm. Halldór G. Pétursson
Náttúrufræðistofnun óskar eftir að ráða jarðfræðing í 100% starf til að vinna við kortlagningu og rannsóknir á jarðgrunni landsins, með áherslu á skriðuföll og ísaldarjarðfræði.
Helstu verkefni og ábyrgð: • Vinna við verkefnið Kortlagning skriðufallasvæða, sem felur í sér ítarlega könnun og kortlagningu jarðgrunns á skriðufallasvæðum við byggð á landinu. • Vinna við verkefnið Jarðgrunnur Íslands, sem felur í sér rannsóknir og jarðgrunnskortlagningu í samstarfi við aðrar stofnanir á sviði jökla- og ísaldarjarðfræði. • Gagnaöflun, úrvinnsla og túlkun gagna, ásamt frágangi niðurstaðna í skýrslur, greinar, kortasjár og gagnagrunna stofnunarinnar.