Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og ferskvatnsvistgerða.

Mörk
Skúmsstaðavatn og framræst mýrlendi umhverfis og austur um mýrar í Vestur-Landeyjum. Mörk fylgja að mestu skurðum milli ræktarlands og úthaga jarða, en að vegi milli Sigluvíkur og Skúmsstaða að suðvestan.
Lýsing
Skúmsstaðavatn er um 2 km2 og stærsta stöðuvatn í Landeyjum. Það er grunnt og raskað af framræslu mýra umhverfis það, en er engu að síður mikilvægur viðkomustaður farfugla og dvalarstaður varpfugla er í nágrenni þess. Mýrarnar umhverfis vatnið og einkum austur af því eru leifar af hinu mikla mýrlendi Vestur-Landeyja sem ræst var fram upp úr miðri síðustu öld. Þrátt fyrir að hafa verið ræst fram er mýrlendið austur af vatninu og upp af bæjunum Sigluvík, Klauf, Glæsistöðum og Álfhólum enn raklent og ríkt af mýragróðri og fuglalífi. Landbúnaður er á svæðinu, ræktarland á jöðrum þess og sauðfé og hrossum beitt inn á því.
Forsendur fyrir vali
Flatlendisvatn sem er mikilvægur viðkomustaður farfugla og víðlendar, fremur lítið raskaðar mýrar. Forgangslandvistgerðir eru starungsmýravist og runnamýravist á láglendi.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Land | 2,73
|
||
Land | 2,42
|
||
Ferskvatn | 1,98
|
1 |
Ógnir
Framræsla og hrossabeit.
Aðgerðir til verndar
Ekki verði ráðist í frekari framræslu, votlendi verði endurheimt þar sem landnýting leyfir, gera Skúmsstaðavatni til góða með því að beina skurðavatni frá því og hækka útfall. Stilla beit hrossa í hóf innan svæðisins.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05