Veiðivötn

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Vatnaklasi suðvestan við Vatnajökul, á milli Þórisvatns og Tungnaár. Norðvesturmörkin liggja frá Drekavatni um Vatnaöldur að Tungnaá norðan Irpuvers og fylgja ánni suðvestan Snjóöldufjallgarðs að Klakkafelli.

Lýsing

Fagurt og sérkennilegt landslag í um 600 m h.y.s. sem mótað er af eldvirkni. Fjöldi vatna sem mörg hver eru í gömlum eldgígum og er land nokkuð vel gróið næst þeim, en annars er svæðið mikið til gróðursnautt. Mosar eru ríkjandi. Skötuormur, stærsti hryggleysingi sem finnst í ferskvatni hérlendis, lifir þarna í tjörnum. Svæðið er afar vinsælt til stangveiða og og einnig eru netaveiðar stundaðar af veiðiréttarhöfum.

Forsendur fyrir vali

Fjölskrúðugt fuglalíf og ná himbrimi og húsönd alþjóðlegum verndarviðmiðum á varptíma og eins húsönd að vetri. Mikið af duggönd fellir fjaðrir síðsumars.

Fuglar - Votlendi og önnur svæði

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Himbrimi (Gavia immer) Varp
19
2016
4,0
Duggönd (Aythya marila) Fellir
700
2014
9,0
Húsönd (Bucephala islandica) Varp
25
2013
1,0

Ógnir

Ferðamennska, silungsveiði og vatnsaflsvirkjanir.

Aðgerðir til verndar

Setja reglur um umgengni við viðkvæm búsvæði fugla og draga úr netadauða á himbrima. Tryggja að vatnsaflsvirkjanir skerði ekki svæðið.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Stærð

227,8 km2
Hlutfall land 78%
Hlutfall ferskvatn 22%