Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Elliðavogur og Grafarvogur í Reykjavík ásamt fjörum út að Gufuneshöfða og Geldingatanga sem er syðst í Sundahöfn.
Lýsing
Svæðið liggur innan þéttbýlis. Elliðavogur hefur verið fylltur að mestu sem og ysti hluti Grafarvogs en leiran innst í Grafarvogi er meira og minna óspillt. Ýmis hafnsækin starfsemi er við mynni voganna, þar á meðal smábátahöfn og vestan til liggur Sundahöfn. Norðan Grafarvogs er íbúabyggð og fyrir botni er skógrækt og tún. Vinsælt útvistarsvæði sem er mikið nýtt af hundeigendum.
Forsendur fyrir vali
Grafarvogur er sérstaklega mikilvægur á fartíma og nær þá sendlingur alþjóðlegu verndarviðmiði. Yfir vetrartímann er mikið af gulönd í mynni voganna og nær fjöldinn þar alþjóðlegum verndarviðmiðum. Auk þess hafa yfir þúsund rauðbrystingar og lóuþrælar sést á svæðinu og margar aðrar vaðfuglategundir safnast þarna hundruðum saman.
Fuglar - Fjörur og grunnsævi
Nafn | Árstími | Fjöldi | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Gulönd (Mergus merganser) | Vetur | 44
|
2005–2014 | 5,0
|
Sendlingur (Calidris maritima) | Vetur | 1030
|
1997 | 2,0
|
Ógnir
Landfyllingar og umferð skipa og fólks. Uppbygging í tengslum við vaxandi byggð. Iðulega verður vart við töluverða efnamengun í lækjum og öðru afrennsli sem rennur í vogana frá nærliggjandi byggð og iðnaðarstarfsemi.
Aðgerðir til verndar
Koma í veg fyrir frekari fyllingar og skerðingar á búsvæðum. Draga úr mengunarhættu og viðhafa eftirlit með iðnaði. Huga að endurheimt Elliðavogs.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26