Vöktun náttúruverndarsvæða

Tímamörk
Langtímaverkefni sem hófst 2019.
Samstarfsaðilar
Verkefnið er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar og náttúrustofa á landinu sem sett var á laggirnar að frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Náttúrustofurnar eru Náttúrustofa Suðvesturlands, Náttúrustofa Vesturlands, Náttúrustofa Vestfjarða, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Norðausturlands, Náttúrustofa Austurlands, Náttúrustofa Suðausturlands og Náttúrustofa Suðurlands.
Náttúrufræðistofnun sér um verkstjórn og utanumhald verkefnisins en náttúrustofur landsins eru helstu vöktunaraðilar innan verkefnisins þar sem þær sjá um gagnaöflun og skipulagningu innan sinna landshluta. Öllum gögnum og mælingum verkefnisins er skilað í miðlægan gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar.
Um verkefnið – Markmið og verkþættir
Markmið verkefnisins er að vakta náttúrufarsþætti sem taldir eru vera undirstaða verndargildis náttúruverndarsvæða og fylgjast með breytingum þeirra, bæði til styttri tíma og lengri. Lögð er áhersla á vöktun vistgerða, gróðurs, fugla og spendýra, ásamt vöktun jarðminja
- Vakta og kortleggja náttúrulegan fjölbreytileika innan verndarsvæða með það að markmiði að meta breytingar til langs tíma, svo sem vegna loftlagsbreytinga.
- Vakta náttúrufarsþætti innan vinsælla ferðamannastaða til þess að rannsaka og greina áhrif ferðamanna á náttúruverndarsvæðum á gróður, vistgerðir, jarðminjar og dýralíf.
Gerð hefur verið rannsóknaráætlun til ársins 2025 og verður unnið samkvæmt henni. Eftir vöktun hvers árs er áætlunin endurskoðuð eftir þörfum þar sem lagt er mat á tíðni vöktunar á viðkomandi svæðum.
Vöktun náttúruverndarsvæða: rannsóknaráætlun 2022–2025
Vöktuð svæði
Svæðum er forgangsraðað út frá þáttum eins og verndargildi, álagi af völdum ferðamanna ásamt öðrum viðeigandi atriðum. Regluleg endurskoðun fer fram á svæðum í vöktun og vöktunarþáttum.
Hægt er að sjá svæði í vöktun á mælaborði verkefnisins ásamt þeim náttúrufarsþáttum sem vaktaðir eru á hverju svæði.
Forkönnun er gerð á svæðum til að kanna vöktunarþörf nýrra svæða.
Aðferðalýsingar
Í verkefninu eru notaðar samræmdar vöktunaraðferðir og skoðaðir þættir sem svara álagi af völdum ferðamanna. Aðferðir voru gefnar út í handbók þar sem gerð er grein fyrir vöktunaraðferðum fyrir hvern náttúrufarsþátt.
Nánari upplýsingar um verkefni innan vöktunarþátta:
Samantekt niðurstaðna
Gögnum er safnað í gagnagrunn sem hannaður var fyrir verkefnið og þau varðveitt hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Gögnin eru notuð til að draga fram ástand náttúruverndarsvæða og er næsta áætlaða samantekt niðurstaðna árið 2025. Unnið er að því að gera öll gögn verkefnisins FAIR (Findable – Accessible – Interoperable – Resusable).
Samantektir gagna má finna á mælaborði verkefnisins.
Árleg samantekt um framvindu
Minnisblöð frá náttúrustofum landsins um árlega framvindu verkefnisins:
2020
Vöktun náttúruverndarsvæða á Suðvesturlandi 2020. Náttúrustofa Suðvesturlands; Sindri Gíslason, Joana Michael.
Vöktun náttúruverndarsvæða á Vesturlandi 2020. Náttúrustofa Vesturlands; Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee.
Vöktun náttúruverndarsvæða á Vestfjörðum 2020. Náttúrustofa Vestfjarða; Sigurður Halldór Ármannsson.
Vöktun náttúruverndarsvæða á Norðausturlandi 2020. Náttúrustofa Norðausturlands:
- Náttúruvættið Dettifoss, Selfoss, Hafragilsfoss og nágrenni
- Jökulsárgljúfur í Vatnajökulsþjóðgarði. Gróður, Jarðvegur og jarðminjar
- Jökulsárgljúfur-Vatnajökulsþjóðgarður. Ágengar og framandi tegundir
- Fuglar í Jökulsárgljúfrum
- Askja, Holuhraun, Svartá og Herðubreiðarlindir í Vatnajökulsþjóðgarði. Jarðminjar, úttekt
- Mývatnssveit friðlýst svæði: Jarðminjar, Hverfjall og Dimmuborgir. Úttekt á Seljahjallagili, Bláhvammi og Þrengslaborgum
- Mývatnssveit utan verndarsvæða, Hverir, Víti og Leirhnjúkur
- Þeistareykir og norðurhluti Gjástykkis. Úttekt
- Goðafoss og Aldeyjarfoss: Jarðvegur og gróður við Goðafoss og úttekt við Aldeyjarfoss
- Tjörneslögin
Vöktun á ágangi ferðamanna á 7 svæðum á Austurlandi sumarið 2020. Náttúrustofa Austurlands; Kristín Ágústsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Hálfdán H. Helgason, Erlín E. Jóhannsdóttir.
Vöktun náttúruverndarsvæða á Suðausturlandi 2020. Náttúrustofa Suðausturlands; Kristín Hermannsdóttir.
Áhrif heimsóknatíðni lundaskoðunarbáta á viðkomu lunda í Kollafirði? Náttúrustofa Suðurlands; Erpur Snær Hansen.
2021
Vöktun náttúruverndarsvæða á Suðvesturlandi 2021. Náttúrustofa Suðvesturlands:
- Búrfellsgjá
- Eldborg undir Geitahlíð
- Fuglavöktun á höfuðborgarsvæðinu
- Katlahraun
- Leiðarendi
- Litluborgir
- Núpshlíðarháls
- Reykjadalur
- Sandvík
- Seltún
Vöktun náttúruverndarsvæða á Vesturlandi 2021. Náttúrustofa Vesturlands; Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee.
Vöktun náttúruverndarsvæða á Vestfjörðum 2021. Náttúrustofa Vestfjarða; Sigurlaug Sigurðardóttir.
Vöktun náttúruverndarsvæða á Norðausturlandi 2021. Náttúrustofa Norðausturlands:
- Náttúruvættið Dettifoss, Selfoss, Hafragilsfoss og nágrenni
- Jökulsárgljúfur í Vatnajökulsþjóðgarði. Gróður, Jarðvegur og jarðminjar
- Jökulsárgljúfur-Vatnajökulsþjóðgarður. Ágengar og framandi tegundir
- Fuglar í Jökulsárgljúfrum
- Askja, Holuhraun, Svartá og Herðubreiðarlindir í Vatnajökulsþjóðgarði
- Mývatnssveit friðlýst svæði: Jarðminjar og gróður, Hverfjall, Dimmuborgir og Seljahjallagil
- Mývatnssveit utan verndarsvæða, Hverir, Víti og Leirhnjúkur
- Þeistareykir og norðurhluti Gjástykkis. Gróður, jarðhitavistgerðir og jarðminjar
- Goðafoss og Aldeyjarfoss: Jarðvegur og gróður
- Tjörneslögin
- Önnur ferðamannasvæði á Norðausturlandi. Forkönnun
Vöktun á ágangi ferðamanna á Austurlandi sumarið 2021. Náttúrustofa Austurlands; Margrét Gísladóttir og Hálfdán H. Helgason.
Framganga vöktunar náttúruverndarsvæða á Austurlandi sumarið 2021. Náttúrustofa Austurlands.
Samanburður viðkomu og stofnbreytinga lunda í Akurey og Lundey á Kollafirði. Áhrif heimsóknatíðni lundaskoðunarbáta og annarra hugsanlegra orsakavalda. Náttúrustofa Suðurlands; Erpur Snær Hansen.
2022
Vöktun náttúruverndarsvæða á Suðvesturlandi 2022. Náttúrustofa Suðvesturlands:
- Flórgoðar á Vífilsstaðavatni
- Fuglavöktun á höfuðborgarsvæðinu
- Hrútagjá
- Kalmanstjörn, Garðskagi - sjávarfitjungsvist
- Leiruvogur, sjávarfitjungsvist
- Ósmelur
- Rauðfossar og Augað
- Sog við Grænudyngju
- Stokkseyri, Eyrarbakki - sjávarfitjungsvist
- Tröllabörn
Vöktun náttúruverndarsvæða á Vesturlandi 2022. Náttúrustofa Vesturlands; Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee.
Vöktun náttúruverndarsvæða 2022 á Vestfjörðum. Náttúrustofa Vestfjarða; Sigurður H. Árnason.
Vöktun lykilþátta í náttúru Íslands með áherslu á náttúruverndarsvæði á Norðurlandi vestra 2022. Náttúrustofa Norðurlands vestra.
Vöktun náttúruverndarsvæða á Norðausturlandi 2022. Náttúrustofa Norðausturlands:
- Fuglar; varpárangur flórgoða á Ástjörn og mófuglar, vatnafuglar, vaðfuglar á fartíma og kríuvörp á Melrakkasléttu.
- Náttúruvættið Dettifoss, Selfoss, Hafragilsfoss og nágrenni.
- Jökulsárgljúfur í Vatnajökulsþjóðgarði. Gróður, Jarðvegur og jarðminjar.
- Vistgerðir
Vöktun verndarsvæða sumarið 2022 á Austurlandi. Náttúrustofa Austurlands; Margrét Gísladóttir Guðrún Óskarsdóttir og Halldór Walter Stefánsson.
Vöktun náttúruverndarsvæða á Suðausturlandi 2022. Náttúrustofa Suðausturlands.
Vöktun vistkerfa Suðurland 2022. Náttúrustofa Suðurlands; Gígja Óskarsdóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir.
2023
Vöktun náttúruverndarsvæða á Suðvesturlandi 2023. Náttúrustofa Suðvesturlands:
- Eldborg í Bláfjöllum
- Eldvörp
- Fjöruúttekt á Sandgerðisleiru
- Fjöruúttekt við Garðskaga
- Fuglavöktun á höfuðborgarsvæðinu
- Glymur
- Reykjanes
- Sundhnúksröð
- Sveifluháls
- Vöktun hagamúsa (Apodemus sylvaticus)
Vöktun náttúruverndarsvæða á Vesturlandi 2023. Náttúrustofa Vesturlands; Róbert A. Stefánsson, Hafrún Gunnarsdóttir, Jakob J. Stakowski og Menja von Schmalensee.
Vöktun náttúruverndarsvæða 2023 á Vestfjörðum. Náttúrustofa Vestfjarða; Hulda Birna Albersdóttir.
Vöktun náttúruverndarsvæða á Norðausturlandi 2023. Náttúrustofa Norðausturlands:
- Fuglar; mófuglar við Dettifossveg, mófuglar, vatnafuglar, vaðfuglar á fartíma og kríuvörp á Melrakkasléttu og strandfuglar utan varptíma á Tjörnesi
- Jökulsárgljúfur-Vatnajökulsþjóðgarður. Ágengar og framandi tegundir
- Mat á þéttleika hagamúsa á Norðausturlandi
- Svæði nr. 525 á náttúruminjaskrá – Gervigígar við Knútsstaði í Aðaldal
- Önnur ferðamannasvæði á Norðausturlandi
- Vistgerðir á Norðausturlandi
Vöktun verndarsvæða árið 2023 á Austurlandi. Náttúrustofa Austurlands; Margrét Gísladóttir.
Vöktun náttúruverndarsvæða 2023 á Suðausturlandi. Náttúrustofa Suðausturlands.
2024
Vöktun náttúruverndarsvæða á Suðvesturlandi 2024. Náttúrustofa Suðvesturlands:
- Búrfellsgjá
- Fjöruúttekt í Skerjafirði
- Fjöruúttekt við Hafnir
- Fuglavöktun á höfuðborgarsvæðinu
- Gróðurkortlagning við Bláfjallaveg
- Gróðurkortlagning við Kleifarvatn
- Katlahraun
- Litluborgir
- Tröllabörn
- Vöktun hagamúsa (Apodemus sylvaticus)
Vöktun náttúruverndarsvæða á Vesturlandi 2024. Náttúrustofa Vesturlands; Róbert A. Stefánsson, Jakob J. Stakowski og Menja von Schmalensee.
Vöktun náttúruverndarsvæða 2024 á Vestfjörðum. Náttúrustofa Vestfjarða; Hulda Birna Albersdóttir.
Vöktun náttúruverndarsvæða á Norðausturlandi 2024. Náttúrustofa Norðausturlands:
- Fuglar; mófuglar í Jökulsárgljúfrum, kríuvarp á Melrakkasléttu, skúmur í Austursandi, mó- og vatnafuglar á Melrakkasléttu, vaðfuglar á fartíma á Melrakkasléttu og strandfuglar utan varptíma á Tjörnesi.
- Goðafoss og Aldeyjarfoss
- Jökulsárgljúfur í Vatnajökulsþjóðgarður. Ágengar og framandi tegundir
- Mat á þéttleika hagamúsa í birkivistgerð í landi Áss í Vatnajökulsþjóðgarði, Norðausturlandi.
- Mývatnssveit utan verndarsvæða, Leirhnjúkur, hverir og Námafjall og Víti (Stóra-Víti)
- Svæði nr. 526 á náttúruminjaskrá – Gervigígaþyrpingar í Aðaldal
- Vistgerðir á Norðausturlandi
Vöktun verndarsvæða árið 2024 á Austurlandi. Náttúrustofa Austurlands; Margrét Gísladóttir, Erlín Emma Jóhannsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir.
Vöktun náttúruverndarsvæða 2024 á Suðausturlandi. Náttúrustofa Suðausturlands; Hólmfríður Jakobsdóttir og Lilja Jóhannesdóttir.
Tengiliður
Guðný Vala Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri.