Breiðafjörður

SF-V 8

Hnit – Coordinates: N65,2924, V22,63308
Sveitarfélag – Municipality: Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð
IBA-viðmið – Category: A1, A4i, A4ii, A4iii, B1i, B1ii, B2
Stærð – Area: ~350.000 ha

Breiðafjörður er mikill flói á milli Snæfellsness og Vestfjarða, um 70 km breiður við mynnið. Hann er djúpur utan til en grynnkar verulega þegar innar dregur og er mikill þörungagróður í fjörum og á grunnsævi, svo og víðáttumiklar leirur og þúsundir eyja og skerja með miklu fuglalífi (Arnþór Garðarsson 1973, Ævar Petersen 1989). Þetta svæði er einnig flokkað með fjörur og grunnsævi en hér verður aðeins gerð grein fyrir varpi sjófugla.

Mikið sjófuglavarp er á svæðinu. Þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru fýll (36.434 pör), dílaskarfur (3.271 pör), toppskarfur (4.117 pör), æður (líklega hátt í 60.000 pör) svartbakur (3.500 pör), rita (10.313 pör), kría (15.000 pör), teista (2.000 pör) og lundi (377.250 pör). Í Breiðafirði verpa einnig um 22% hvítmáfsstofnsins á Íslandi (522 pör), en hvítmáfi hefur fækkað mjög mikið.

Breiðafjörður er verndaður með lögum nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar, en þau lög eru haldlítil enda hafa reglugerðir sem kveða á um útfærslu þeirra ekki verið settar. Hrísey í Miðhúsalöndum í Reykhólasveit, hluti Flateyjar og Vatnsfjörður eru friðlýst og mörg svæði og einstakar eyjar eru á náttúruminjaskrá. Breiðafjörður er á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar á svæðinu Breiðafjörður – Key bird species breeding in Breiðafjörður

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Fýll1 Fulmarus glacialis Varp–Breeding 36.434 1975-2013 3,0 B2
Dílaskarfur2 Phalacrocorax carbo Varp–Breeding 3.271 2007 72,6 B1i
Toppskarfur3 Phalacrocorax aristotelis Varp–Breeding 4.117 2007 84,0 A4i, B1i
Æður4 Somateria mollissima Varp–Breeding 60.000 1999 20,0 A4i, B1i, B2
Hvítmáfur5 Larus hyperboreus Varp–Breeding *522 2005-2011 21,8  
Svartbakur6 Larus marinus Varp–Breeding 3.500 2016 49,6 A4i, B1i
Rita7 Rissa tridactyla Varp–Breeding 10.313 2006 1,8 B2
Kría6 Sterna paradisaea Varp–Breeding 15.000 2016 7,5 A4i, B1i
Teista6 Cepphus grylle Varp–Breeding 2.000 2016 16,0 B1ii
Lundi8 Fratercula arctica Varp–Breeding 377.250 2014 18,6 A1, A4ii, B1ii, B2
Alls–Total     512.407     A4iii
¹Arnþór Garðarsson, Kristján Lilliendahl og Guðmundur A. Guðmundsson 2019. Fýlabyggðir á Íslandi 2013–2015. Bliki 33: 1–14.
²Arnþór Garðarsson 2008. Dílaskarfsbyggðir 1994–2008. Bliki 29: 1–10.
³Arnþór Garðarsson og Ævar Petersen 2009. Íslenski toppskarfsstofninn. Bliki 30: 9–26.
⁴Jónas Jónsson, ritstj. 2001. Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi. Rit Æðarræktarfélags Íslands. Reykjavík: Mál og mynd., Árni Snæbjörnsson, óbirt heimild (unpublished source).
⁵Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen og Böðvar Þórisson 2014. Útbreiðsla og breytingar á fjölda hvítmáfa á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 84: 153–163.
⁶Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat – IINH, rough estimate.
7Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2013. Framvinda íslenskra ritubyggða. Bliki 32: 1–10.
8Arnþór Garðarsson og Erpur Snær Hansen. Lundatal. Í undirbúningi (in preparation).
*Flest vörpin í fjöllum sem liggja að verndarsvæði Breiðafjarðar. – Most breed in cliffs adjacent to the Breiðafjördur Nature Reserve

English summary

Breiðafjörður, W-Iceland, is a large bay with thousands of islands and skerries and extensive intertidal zones. In this section, only breeding seabirds will be dealt with. The area holds internationally important numbers of Fulmarus glacialis (36,434 pairs), Phalacrocorax carbo (3,271 pairs), Phalacrocorax aristotelis (4,117 pairs), Somateria mollissima (60,000 pairs), Larus marinus (3,500 pairs), Rissa tridactyla (10,313 pairs), Sterna paradisaea (15,000 pairs), Cepphus grylle (2,000 pairs) and Fratercula arctica (377,250 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Arnþór Garðarsson 1973. Fuglastofnar og selir á Breiðafirði: bráðabirgðaskýrsla í október 1973. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ævar Petersen 1989. Náttúrufar í Breiðafjarðareyjum. Í Árni Björnsson, Eysteinn G. Gíslason og Ævar Petersen. Breiðafjarðareyjar. Árbók Ferðafélag Íslands 1989, bls. 17‒52. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.